Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 122
skoðaðir áður, og' reyndust þeir einnig heilbrigðir. Auk þess var 1329
manns úr allsherjarberklaskoðuninni í Reykjavík stefnt til stöðvar-
innar til frekari athugunar. Var fólki þessu stefnt í 30—40 manna
hópum og' á sérstökum tíma, og' virðist því eðlilegast að telja það
í þessum flokki, enda þótt ekki sé um venjulega hópskoðun að
ræða. — Hjúkrunarkonur stöðvarinnar fóru í 1200 eftirlitsferðir á
heimili berklasjúklinga.
Ungbarnavernd. Hjúkrunarkonur fóru í 11541 vitjun á
heimili til 1584 ungbarna. Stöðin fékk 661 nýja heimsókn og 1185
endurteknar heimsóknir. 283 börn hafa notið ljósbaða á stöðinni
4272 sinnum. 101 barn hefur verið bólusett gegn barnaveiki í fyrsta
sinn og 66 tvisvar sinnum. Heimsóknardagar að viðstöddum lækni
voru 4 sinnum í viku. Stöðin var lokuð mánuðina ágúst og septem-
ber veg'na kikhósta, en hjúkrunarkonurnar gegndu heimilisvitjunum
eftir sem áður.
Eftir 1 it með barnshafandi konum. 2235 skoðanir fóru
fram á barnshafandi konum. Þar af komu 825 í fyrsta sinn. Ljós-
móðirin fór í 398 vitjanir á heimilin til barnshafandi kvenna, þar af
166 eftirlitsferðir fyrir sjúkrasamlag Reykjavíkur. Heimsóknartími
fyrir barnshafandi konur var tvisvar i viku.
2. Heilsuverndarstöð ísafjarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 1512 á 1256 manns, þar af
nýir 446. Reyndust 28, eða 2,2%, hafa virka berklaveiki. 8 sjúklingar,
eða 0,6%, höfðu smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 1252.
Röntgenmyndir 39. Hrákarannsóknir 37, þar af 12 jákvæðir. Blóð-
sökltsrannsóknir 74. Loftbrjóstaðgerðir 7 (á ótilgreindum fjölda
sjúklinga).
3. Heilsuverndarstöð Sigluffarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 1092 á 929 sjúklingum. Reynd-
ust 33, eða 3,6%, hafa virka berklaveiki. 7 sjúklingar, eða 0,8%,
höfðu smitandi berldaveiki. Loftbrjóstaðgerðir 159 á 11 sjúklingum.
Stöðin var opin 88 sinnum á árinu.
4. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
B e r k 1 a va r n i r. Rannsóknir alls 2215 á 1223 sjúklingum.
Reyndust 93, eða 7,6%, hafa virka berldaveiki. 14 sjúklingar, eða
1,1%, höfðu smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 1965. Rönt-
genmyndir 65. Loftbrjóstaðgerðir 295 á 25 sjúklingum. Stöðin var
opin tvisvar í viku.
5. Heilsuverndarstöð Seyðisffarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 407 á 224 sjúklingum. Reynd-
ust 25, eða 11,2%, hafa virka berklaveiki. Röntgenskyggningar 407
og aðrar rannsóknir, svo sem hlustun, hrákar^annsókn, blóðsökks-
rannsókn eftir því, sem nauðsynlegt þótti og við varð komið. Loft-
hrjóstaðgarðir 91 á 9 sjúklingum.
6. Heilsuvcrndarstöð Vestmannaeyja.
B e r lc 1 a v a r n i r. Rannsóknir alls 1275 á 1038 sjúklingum. Reynd-
ust 40, eða 3,9%, hafa virka berklaveiki. 8 sjúklingar, eða 0,8%,