Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 146
144
Þórsliafnar. Sundlaugin var starfrækt á árinu. Kennslu nutu börn
úr Svalbarðs-, Sauðanes- og Skeggjastaðahreppum. Auk þessu komu
flokkar úr Vopnafirði og frá Raufarhöfn.
Vopnafj. Iþróttakennsla mun engin hafa verið hér á árinu. Áhugi
er fyrir því að koma hér upp samkomu- og íþróttahúsi og að endur-
bæta sundlaugina við Selá, en af framkvæmdum hefur ekki orðið
enn þá.
Seyðisjj. Heldur dauft verður að teljast yfir íþróttalífi bæjarins.
Alltaf er þó haldið uppi einhverri leikfimiskennslu að vetrinum. Að
sumrinu stundar ungt fólk talsvert ýmsar útiíþróttir og' leiki. Skauta-
ferðir eru of lítið iðkaðar, því að oft gefst færi á þeim. Aftur hamlar
snjóleysi skíðaferðum, sem þó er mikill áhugi á hér sem annars stað-
ar. Sund eða sundkennslu hefur enn þá ekki verið unnt að stunda
hér vegna algerðrar vöntunar á sundlaug, en nú er að rísa hér upp
veglegt, nýtízku sundlaugarhús.
Djúpavogs. Leikfimi er kennd hér við barnaskólann. Fimleika-
námskeið var haldið hér í lok ársins, eins og að undanförnu. Þátt-
taka sæmileg. Fimleikar fara fram í samkomuhúsi. Ekkert um skíða-
eða skautaferðir. Valda þar um fyrst og fremst hinir góðu vetur.
Hafnar. í ráði er að byggja sundlaug á Höfn í sambandi við nýja
frystihúsið.
Breiðabólsstaðar. íþróttir eru engar iðkaðar, nema lítils háttar
sundkennsla í barnaslcólum, en sökum þess, að engin sundlaug er til
í héraðinu, er skólabörnum komið í fjarlægar sveitir til sundnáms.
Vestmannaegja. Áhugi meðal ungra manna mikill í þessum efnum.
Knattleikir, sund, glímur, golf, handknattleikur og' innanhúsleikfimi
stundað af miklu kappi. Skátafélag er hér starfandi. Stofnað var á
árinu Ferðafélag Vestmannaeyja, og er það deild úr Ferðafélagi ís-
lands. Efndi það til hópferða hér um Eyjuna, og enn fremur fór það
eina hópferð til „fastalandsins".
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Héraðslæknir hefur kennt nokkrum skátum hjálp í við-
lögum og ritað nokkrar greinar um hollustuhætti í blað kaupstað-
arins, Akranes.
Ólafsvikur. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál engin.
ísafj. Ég hef á undanförnum árum haldið marga fyrirlestra um
heilbrigðismál, sérstakleg'a mataræði og áfengi, og skrifað margar
greinar um læknisfræðileg efni. Fólk hefur mikinn áhuga á slíku,
og sýnist mér fræðslan hafa borið árangur, sérstaklega hvað matar-
æði snertir.
Sauðárkróks. Rauðakrossdeild Sauðárkróks gekkst fyrir því, að
haldið var á Sauðárkróki námskeið í hjálp í viðlögum og hjúkrun í
heimahúsum. Var námskeiðinu tvískipt, nemendur unglingaskólans i
öðrum hópnum og 20 manns í hinum. Námskeiðið stóð í 10 daga.
Hjúkrunarkona frá Rauðakrossi íslands kenndi. Hafði hún einnig
Framhald á bls. 203.