Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 67
(55
koma heim, þegar ég var sóttur til sjúklingsins. Hann hafði verið með
magaverki í nær 2 daga, hafði verið látinn laxéra, en læknis ekki
vitjað. Þar sem vafalaust var um botnlangabólgu að ræða, sendi ég
hann undir eins flugleiðis suður á Landsspítala, þar sem ég, eins og
á stóð, hafði engin tök á að skera hann í snatri.
Flatei/rar. 3 tilfelli á árinu, eitt heiftarlegt kast með perforatio og
peritonitis — barn uppi í sveit. Flogið var með það til Reykjavíkur,
og batnaði því þar af pensilíni, að ég hygg. Hin væg og ekki skorin
í flýti.
Bolungarvíkur: 13 sjúklingar sendir í Sjúkrahús ísafjarðar til að-
gerðar.
Árnes. Talsvert ber á botnlangabólgu. Nokkrir sjúklingar sendir til
uppskurðar, ýmist til Reykjavíkur eða Akureyrar.
Hólmavíkur. 4 tilfelli, send til aðgerðar.
Sauðárkróks. Virðist fara í vöxt. 34 sjúklingar voru skornir hér
á sjúkrahúsinu vegna þessa kvilla, og voru 14 af þeim börn. 6 sjúk-
linganna höfðu perforeraða appendix með peritonitis, 3 af þeim börn.
Virðist appendicitis færast í vöxt í börnum. 12 af þessum sjúklingum
voru búsettir í Hofsóshéraði, 19 úr Sauðárkrókshéraði og 3 úr öðr-
um héruðum.
Hofsós. Botnlangabólga virðist vera að fara í vöxt í héraðinu.
Ólafsfj. 4 sjúklingar, allir skornir á Siglufirði.
Dalvíkur. 14 ára drengur veiktist snögglega. Veður var slærnt og
ófærð mjög mikil af snjókomu. Treysti ég ekki sjúklingnum til flutn-
ings inn á Akureyri og' gerði því sjálfur appendectomia hér heima.
Botnlanginn var sprunginn. Pensilín, súlfalyf. Afturbati var hægur
en tiðindalaus.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli, heldur væg.
Húsavikur. Talsvert algengur sjúkdómur, því að 31 hef ég skorið
á árinu, og eru þó nokkrir auk þeirra, sem fengið hafa botnlanga-
bólgu.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Egilsstaða. Hin fáu tilfelli, sem vart varð við, fóru seinna meir til
uppskurðar.
Búða. Enn sem fyrr alltíður sjúkdómur hér. Flest tilfellin skorin
í Reykjavík.
Djúpavogs. Nokkur tilfelli í Breiðdal. Sjúklingarnir skornir á
Seyðisfirði.
Víkur. 2 tilfelli.
Vestmannaeyja. Hafa her þessa meinvætti í huga við öll verkja-
^öst i kvið, einkum um nafla og í hægra nára, vitja sjúklingsins með
lárra klukkustunda millibili eða vera hjá honum, þar til veikin er
Uppvís eða útilokuð, hnífsaðgerð undir eins í kaupstöðum og þar sem
sjúkrahús er, ef samþykki réttra aðila fæst. Hnífsaðgerð i byrjun
kasts, helzt innan fárra klukkustunda — en ekki eftir 1—2 sólar-
Bringa, þegar allt er stundum komið í eindaga — er viðurkennd
lækningameðferð og kemur undantekningarlítið að haldi. Þekkir
uokkur læknir lyflæknisineðferð, sem ver ferforatio og peritonitis og
niors? Ekki veit ég til þess.
9