Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 34
32
Er nú aftur að koraast í lágmark, eins og gerðist, áður en hinn mikli
hernámsfaraldur hófst. Er á árinu aðeins getið í 4 héruðum (Rvík,
Stykkishólms, Eyrarbakka og Keflavíkur) og hvergi veruleg brögð að.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Sáralítið bar á rauðum hundum á árinu.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli, en væg og breiddust lítið út.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 70 288 197 64 33 158 321 456 261 65
Dánir ...... 2 „ „ 1 „ „ 1 2 1 „
Skarlatssóttarfaraldur, sem reis hæst 1943, er nú aftur á niður-
leið, og er hvergi unnt að tala um faraldur á árinu nema sumarmán-
uðina í Stykkishólmi. Flesta mánuði stingur skarlatssótt sér niður
á einum eða öðrum stað i Reykjavík. í öðrum héruðum, þar sem skar-
latssóttar er getið (Hafnarfj., Akraness, Ólafsvíkur, Eyrarbakka og
Keflavíkur), er um einstök tilfelli'að ræða og svo að þeim kreppt með
sóttvarnaraðgerðum, að ekki verður faraldur úr.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Stakk sér niður allan fyrra hluta ársins. Var yfirleitt væg, og
enginn dó lir henni.
Akranes. Rarst í héraðið síðustu 3 mánuði ársins. Óvíst um smit-
unarleið. Sjúklingarnir einangraðir i heimahúsum, og tókst með því
að hefta útbreiðslu veikinnar.
Ólafsvíkur. í einu húsi veiktist kona af hálsbólgu, vondri. Hefur
ábyggilega fengið skarlatssótt fyrir mörgum árum. 2 dögum síðar
veiktist 4 ára barn hjá henni af scarlatina. Enginn þarf annað mér
að segja en að hið sama hafi gengið að háðum („streptococcal sore
throat“ Englendinganna).
Sauðárkróks. Hefur ekki orðið vart þetta ár.
Eyrarbakka. Kom upp í 2 húsum á Eyrarbakka, næstum samtímis.
Ógerlegt að vita hvaðan. Breiddist ekki lit.
Keflavíkur. I Höfnum veiktist 5 ára telpa, sem hafði smitazt í
Reykjavík. Veikin væg, og fleiri veiktust ekki.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
S júklingáfjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 88 „ „ „ „ 290 4413 39 7 129
Dánir ........ 1 „ „ „ „ „ 48 5 „ 2
Barst inn í landið á árinu og er getið í 10 héruðum (Rvík, Álafoss,
Stykkishólms, Búðardals, Reykhóla, Sauðárkróks, Hofsós, Selfoss,