Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 48
46
mjög viðkvæm og erfitt um hreyfingar og djúpa öndun. Hiti stóð
nokkra daga, féll nokkuð fljótt, en hætti til að taka sig upp aftur
eftir nokkra daga, en þá vægur. Þetta virtist vera talsvert slæmt.
Nafn gaf ég þessu, myositis epideinica, en hef aldrei séð þetta fyrr.
Otitis epidemica: Smáfaraldra að otitis media er getið í 3 héruðum:
Þórshafnar (2 tilfelli í júlí), Kópaskers (5 tilfelli í júlí) og Keflavíkur
(3 tilfelli í maí og 11 tilfelli í september—október). í Þórshafnarhér-
aði eru 4 að auk skráðir með otitis externa í júlí—ágúst.
Keflavíkur. Getið er um þenna kvilla hér vegna þess, að hann er
mjög algengur og virðist ganga eins og farsótt, einkum í sambandi
við kvef i nefkoki. Urðu mörg börn mikið veik, svo að gera varð
ástungu á hljóðhimnu. Einstaka barn fékk meningitiseinkenni. Ekki
munu öll tilfelli vera skráð.
Pemphigus:
Laugarás. 1 sjúklingur, nemandi á Laugarvatni, fékk þenna sjúk-
dóm. Var fluttur suður á Landsspítala.
Psittacosis:
Vestmannaeijja. Ekki gert vart við sig á árinu. Fýlsegg lekin, en
fýlungi ekki veiddur.
Tetanus:
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig. Því haldið áfram að nota
tetanusantitoxín, þegar götuskítur kemst í sár.
Faraldur óákveðinnar sóttar: Einn læknir í Rvík skráir allmikinn
faraldur í janúar, 98 sjúklinga alls (0—1 árs: 1; 1—5 ára: 2; 5—10
ára: 3; 10—15 ára: 11; 15—20 ára: m. 12, k. 5; 20—30 ára: m. 11,
k. 4; 30—40 ára: m. 16, k. 7; 40—60 ára: m. 13, k. 11; yfir 60 ára:
m. 2), og lýsir honum þannig: Hár liiti (38,5—-40,6°) í 2—4 daga,
höfuðverkur (framan í höfði), oft verkur í mjóbaki, roði í fauces
(ekki angína) og lítil einkenni frá lungum. Héraðslæknir bætir við:
Að öðru leyti hef ég ekki heyrt um slíkt getið.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júlclingafjöldi 1936—1945:
1938 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Gonorrhoea . 632 597 648 492 402 324 246 238 333 422
Syphilis ... . 16 8 6 14 67 83 142 84 74 47
UIcus vener. . 1 99 99 99 9 3 3 2 99 2
Lekandi: Skráðum tilfellum fjölgar áfram og' nálgast nú það,
sem var fyrir ófriðinn.
Sárasótt: Sýfílistilfellum fækkar aftur á móti, þó að langt eigi
í land að ná því, sem var næstu árin fyrir styi’jöldina.
L i n s æ r i : Minnir aðeins á sig'.