Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 44
42
sýktust, lömuðust 3, og 1 sjúklingur varð svo máttfarinn, að hann
gat sig alls ekki hreyft, þótt ekki væri hægt að finna neinar lamanir.
Flest þessara tilfella voru í sveit, en hér í þorpinu hefur þessi far-
aldur verið meira og minna viðloðandi síðustu 20 ár, svo að ég býst
við, að allur fjöldi þorpsbúa sé búinn að fá hann að meira eða minna
leyti.
líópaskers. Mun hafa náð til margra, og' koma hvergi nærri allir
á sjúkraskrá. Ekkert alvarlegt tilfelli. 1 greinilegt lömunartilfelli á 12
ára telpu. Telpan varð heil heilsu.
Vopnafi. Skrásettir 24 mænusóttarsjúklingar. Eru það eingöngu
sjúklingar, sem leituðu læknis. Urn tölu þeirra, sem veikina fengu,
verður hins vegar ekki vitað með neinni vissu. Virðist hér hafa
verið um mjög útbreiddan faraldur að ræða, sem menn í langfæstum
tilfellum gerðu sér grein fyrir, að væri mænusótt. Síðara hluta
ágústmánaðar fór ég' að frétta um hitaveikisfaraldur í héraðinu, sem
í fyrstu varð ekki vitað, hver væri, og sumir töldu inflúenzu. Sjúk-
Iingarnir fengu hita og slen í nokkra daga og voru lengi að jafna sig
á eftir. Þegar kom frarn í september, þótti mér auðsætt, að hér væri
um mænusótt að ræða, enda kornu nú fljótlega tilfelii með lamanir.
Varð ég þeirra fyrst var á barni á 1. ári hér í lcauptúninu, sem hafði
haft hita í nokkra daga og gat ekki lokað til fulls hægra auganu.
Hámarki virðist farsótt þessi hafa náð í september, en hennar varð
þó vart alla mánuðina september—desember. Hinn 25. október var
mín vitjað ofan úr sveit til 13 ára telpu, sem lamazt hafði fyrir 2—3
dögum. Set hér það, sem ég skrifaði um hana, er heim kom: „M. E.
13 ára. Fékk fyrir 6 dögum háan hita, ca. 40°, með höfuðverk og
beinverkjum. Lamaðist á 3. degi. Lömun á efri og neðri útlimum.
G,etur aðeins hreyft tær og fingur lítið eitt. Hreyfir v. fót í öklalið og
lyftir ytra jarka. Hægri fótur slapir. Patellarreflexar h-. Achilles
Babinski -þ á báðum fótum. Kviðarreflexar daufir. Greinilegur reflex
við slátt á framhandleggsvöðva. P. 90, góður. Öndun róleg, en örlítið
ójöfn. Tunga með skán. Kvartar ekki. Fingur krepptir, getur ekki
rétt þá. Snýr handleggjum lítið eitt, en getur ekki lvft þeim.“ Dó
3 dögum síðar, 28. okt. 1945. Auk þeirrá tveggja sjúklinga, sem nú
hefur verið getið, lamaðist stiilka uin tvitugt allmikið á neðri útlim-
um, svo að hún átti lengi erfitt með gang. Unglingspiltur lamaðist
lítið eitt á hægra fæti — kálfalömun. Auk þessa voru svo nokkrir
sjúklingar, sem fengu ekki lamanir, svo að séð yrði, en voru samt
lengi að jafna sig. Kvartanir þeirra voru einkum þróttleysi og lang'-
vinnt slen eða deyfð. Vera má, að vesaldómur sumra hafi verið sál-
rænt fyrirbrigði, og er raunar sennilegt, þegar í hlut eiga sjúklingar
af andlega voluðum ættum, sem nóg er til af í landi voru. Sem
vonlegt er, stendur mönnum ógn af sjúkdómi þessum og lömunum,
sem honum fylgja, og fá af þeim sökum sálrænt áfall, sem langan
tíma þarf til að yfirvinna. Þessi skýring virðist þó ekki nægja í öll-
um tilfellum. Virðast mér hin almennu lamandi áhrif á miðtauga-
kerfið meiri en gert hefur verið ráð fyrir í kennslubókum.
Egilsstaða. Tvisvar greinilegar og varanlegar lamanir, stúlka með
lömun á fæti og piltur með lömun á þjóvöðvum öðrum megin.