Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 238
236
unarkvennaskólanum viðeigandi hiisakynni og' önnur starfsskilyrði.
Svo mjög sem er aðkallandi, að rúm á sjúkrahúsum verði aukið og
nýjum heilbrigðisstofnunum komið upp, verð ég að telja, að þessi
bygging verði að ganga fyrir öllu öðru. Fyrir því mælist ég til, að
ráðuneytið hlutist til um, að alþingi það, er nú situr, heimili ríkis-
stjórninni að koma upp húsi handa hjúkrunarkvennaskólanum svo
fljótt sem unnt verður og veiti sem ríflegast fé til þeirra framkvæmda.
Ég' legg hér með afrit af bréfum forstjóra Landsspítalans og yfir-
iækna annarra ríkisspitala til Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, þar
sem þeir láta uppi álit sitt á þessu máli. Plöggum þessum var beint til
síðasta alþingis annaðhvort beina leið eða um hendur ráðuneytisins,
cn svo undarlega hefur viljað til, að þau hafa glatazt og ekki komið
fram. Vildi ég mega vænta, að svo fari ekki í annað sinn.
Um hugsanlega samvinnu ríkisins og Reykjavíkurkaupstaðar
um hjúkrunarkvennaskólahús.
Bréf landlæknis til bæjarráðs Reykjavíkur 19. febrúar 1948.
1 sambandi við afgreiðslu f járhagsáætlunar Reykjavíkurkaupstaðar
nú fyrir skemmstu lét borgarstjórinn falla þau orð, að ekki duldist
góður skilningur hans á því, hverjir erfiðleikar eru á að auka veru-
lega sjúkrahúskostinn í bænum án þess að gera jafnframt ráðstaf-
anir til þess, að hjúkrunarkonum fjölgi, sem því svarar. En séu um-
mæli borgarstjórans hér að lútandi rétt hermd í blöðum, fer á milli
mála, er hann ber mig fyrir þvi, að töf á að koma upp fyrirhuguðu
hjúkrunarkvennaskólahúsi i sambandi við I.andsspítalann hljóti að
tefja fyrir því, að hafizt verði handa um að reisa almennt bæjar-
sjúkrahús í Reykjavík. Ég hef lagt áherzlu á, að hjúkrunarkvenna-
skólahús Landsspítalans verði að ganga fyrir flestum eða öllum fyrir-
huguðum byggingarframkvæmdum ríkisspítalanna, en alls ekki sett
það í samband við bæjarsjúkrahúsmál Reykjavíkur. Bæði er, að þar
er um stórframkvæmdir að ræða, sem hljóta að eiga sér langan að-
draganda, og alls ekki sjálfsagður hlutur, að hjúkrunarkvennaskóli
rekinn á vegum ríkisspítalanna leysi hjúkrunarkvennaþörf almenns
bæjarsjúkrahúss, þegar til kemur. Hlutverk hjúkrunarkvennaskóla
ríkisins er fyrst og fremst að fullnægja þörfum ríkisspítalanna sjálfra,
og síðan er eðlilegt, að við hann styðjist þau sjúkrahús önnur, sem
eru svo lítil, að þeim er algerlega um megn að mennta hjúkrunar-
konur sínar. Öðru máli hlýtur að gegna um almennt bæjarsjúkra-
hús í Reykjavík, sem að sjálfsögðu á fyrir sér að verða hið mesta
sjúkrahúsfyrirtæki landsins. Til dæmis um hlutfallslega stærð bæjar-
og ríkissjúkrahúsa í höfuðborgum skal þess getið, að fyrir ófriðinn
átti Óslóarborg nærri 3 sjúkrahúsrúm fyrir hvert eitt rúm ríkisins,
og þóttu þó sjúkrahúsmál borgarinnar í óviðunandi ástandi, enda stór-
kostleg aukning bæjarsjúkrahúsanna á döfinni. Til samanburðar vek
ég athygli á því, að i Reykjavík á ríkið rúmlega 4 sjúkrahúsrúm fyrir
hvert eitt rúm bæjarins (ef sjúkrahúsrúm skyldi kalla). Þegar
Reykjavík hefur eignazt almennt bæjarsjúkrahús við hæfi, er auð-