Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 211
209
Djúpavogs. Erfiðustu ferðirnar hér eru Breiðdalsferðir. Er um 7—8
klst. ferðalag héðan og að Þorgrímsstöðum, innsta bæ í Breiðdal
sunnanverðum. Mun þó mikill munur, hve betra er að fara þetta nú,
síðan bílvegur var lagður, en áður, er ekki var nema troðningum eftir
að fara. Oftast fer maður á hestum, og er ekki nema gott um það að
segja, séu þeir góðir, en þar vill stundum verða misbrestur á. Bílar
eru lítið notaðir nema yfir hásumarið og' þá sjaldan nema aðra leið-
ina, því að þeir eru svo dýrir, að fáir hafa efni á að kosta svo miklu
til. En bíll í Breiðdal mun kosta nálægt kr. 300,00 fram og aftur.
Er mjög bagalegt að hafa ekki jeppabíl í Breiðdalsferðir. Mætti nota
hann mest allt árið, ef veðrátta væri jafngóð og undanfarna vetur.
Hafnar. Öruggt virðist, að lokið verði brúarsmíð á Heinabergsvötn
að hausti komanda. Breytist þá margt til batnaðar. Jeppabílar reyn-
ast hér góðir vatnabílar. Þeir fara þar yfir, sem stærstu venjulegir
vörubílar standa fastir. Auk þess eru „hépparnir“ mjög liðlegir, láta
vel að stjórn, og auðvelt er að flytja þá á bílferju lit á fjörur. Ég hef
mörgum sinnum ekið slíkum bílum og get ekki hugsað mér liprari
farartæki.
Breiðabólsstaðar. í desembermánuði síðast liðnum festi héraðið
kaup á jeppabíl til afnota fyrir lækninn. Kom bíllinn hingað á að-
fangadag jóla. Hefur hann reynzt vel og' er til mikilla þæginda bæði
fyrir lækni og almenning.
Vestmannaegja. Sjóferðir fáar, saman borið við það, sem áður var,
meðan siglingar voru frá útlöndum og flest skip kornu hér við í leið
sinni. Skip koma með veika og slasaða sjómenn á vertíðinni, og eru
ferðir um borð í þau oft slarksamar í stórsjó og hríðarveðrum. Stöð-
ugt rölt um bæinn.
Selfoss. Vegalengdin, sem farin var, var samtals um 11370 km.
Ég á hér í stöðugu stríði viðvíkjandi farkosti í læknisferðir mínar.
Héraðsbúar vilja klina því erfiði á mig, auk alls annars, að leita uppi
bíla í þessar ferðir, og virðast vel flestir halda, að það sé mín skylda,
en ekki þeirra að sjá mér fyrir farkosti. Ég er alráðinn í að láta ekki
undan, enda ekkert vit í að láta lækninn vera einan um bílalcstur í
náttmyrkri, illviðrum og ófærð og fákunnandi í bílfræðum að auk.
Langarás. Mikið af ferðunum hefur verið farið í bíl, en um það
bil helmingur þeirra er farinn á ferju yfir Hvítá. Hún hefur ekki
fengizt brúuð enn þá, þrátt fyrir peningaaustur undanfarinna ára.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Sauðárkróks. Slysavarnadeildir eru 2 á staðnum, karla og kvenna,
og starfa þær að fjársöfnun til slysavarna.
Akureyrar. Hér eru starfandi slysavarnadeildir, bæði karla og
bvenna, en fremur dauft mun vera yfir starfsemi þessa félagsskapar.
Að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við aðra starfsemi hans en
einhverja lítils háttar fjársöfnun, og engin skýrsla hefur mér borizt
frá þessum slysavarnadeildum.
Grenivíkur. Slysavarnadeildin hér heldur áfram að byggja klefa
27