Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 56
54
fluttur á Kristneshæli, eftir að sputum hafði verið tekið til rann-
sóknar og reynzt -j—\-.. Engir fleiri veiktust á heimilinu, en 2 börn af
5 reyndust P-|--
Þórtshafnar. Við berklapróf á skólabörnum (Moro) reyndust öll
neikvæð, er áður höfðu verið það.
Vopnafj. Endurskrásett kona með tbc. renis og mjög aðfram komin
var send Kristneshæli og andaðist þar. Ung stúlka með áður jákvætt
berklapróf í einu berklahreiðrinu hér hafði adenitis coili suppurativa.
Fékk ljóslækningu um tíma i Reykjavík. Albata á árinu.
Seyðisfi. 18 ára stúlka, sem var gangastúllca í sjúkrahúsinu, veiktist
talsvert skyndilega, og' varð úr því bráðatæring, sem leiddi hana til
dauða á 3 vikum. 18 ára sjómaður veiktist á vertíð og fékk infiltratio
í h. lunga, en batnaði furðu fljótt og er talinn albata við áramót. í
heimahúsum er alltaf kona nokkur, 66 ára húsmóðir, með smitandi
lungnaberkla, og er hvort tveggja, að hún fæst ekki að heiman og
heldur ekkert rúm fyrir hana í hælunum. Á sama heimili eru 3 ung'
barnabörn, og' er merkilegt, hvernig það slampast af, að börnin smit-
ist ekki, en þau eru hraust. Að vísu er sjúklingurinn hafður út af
fyrir sig og fyllstu varúðar gætt, en engan veginn er þetta viðunandi
fyrirkomulag, en hvað skal gera?
Nes. Smitandi lungnaberklar reyndust í 2 nýskráðum, og fóru þeir
báðir eftir skamman tíma á Vífilsstaði. Annar þeirra var af gömlu
berklaheimili og -ætt. Hinn átti bróður, sem fyrir löngu haf'ði verið
berklaveikur, en var fyrir alllöngu fluttur í annan landsfjórðung.
Frænkur hans og' grönnur, nú farnar burtu, höfðu verið smitaðar,
en ekki smitandi, svo að vitað væri. Þó að allmargir sjúldingar séu
skráðir nú, ætti það ekki að þurfa að gefa í skyn berklafaraldur.
Ekki benda berklapróf barna á það. Þó komu þarna 2 smitandi sjúk-
lingar með stuttu millibili, og' annar á fótum og fór um allt. Hversu
hæglega hefði þar ekki getað farið illa?
Djúpavogs. 2 börn, drengur og stúlka, reyndust jákvæð við berkla-
próf nú, neikvæð síðast liðið ár. Bæði þessi börn höfðu dvalizt um
tíma að heiman á árinu, annað á Stöðvarfirði, hitt á Eskifirði.
Hafnar. Ekkert tilfelli, svo að vitað sé.
Breiðabólsstaðar. Enginn sjúklingur á skrá á árinu.
Vestmannaeyja. Man ekki áður svo lága tölu berklasjúklinga.
Smitberar hafa oftast fundizt, og þeim komið á hæli. Berklaprófun
er ástunduð af kappi, og hefur hún reynzt bjargvættur í leit að smit-
berum. Þeir geta fljótlega gert ógurlegan usla í lítt smitaðri barna-
hjörð og unglinga, eins og' hér fer að verða úr þessu, og kemur þá
senn nýtt vandamál til slcjalanna. í berklavörnum má ekki slaka á
klónni um ófyrirsjáanlegan tíma.
Eyrarbakka. Nokkuð mun af berklaveiki til í héraðinu, þó að ég
hafi ekki enn þá haft tækifæri til að grennslast eftir því til hlítar.
Kona, 24 ára, fór á Vífilsstaðahæli og dó þar. Dóttir hennar, 4 ára,
með meningitis tuberculosa. Nokkrir sjúklingar, fyrir stuttu komnir
af sjúkrahúsum, fá hér loftbrjóst.
Selfoss. Er mun fátíðari í þeim hluta hins forna Eyrarbakkahér-
aðs, sem nú myndar Selfosshérað, heldur en hinum hlutanum, sem