Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 96
94
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síðasta áratug teljast, sem licr segir:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Slysadauði . . 102 51 75 55 93 195 117 127 124 87
Sjálfsmorð . 15 9 15 12 12 8 13 12 7 12
Slysfaradauðinn nálgast nvi meðaltal þess, sem gekk og gerðist
fyrir ófriðinn (meðaltal áranna 1930—1939: 73,8).'
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Á þessu ári létust margir búsettir í bænum af slysförum, eins
og' næstu ár á undan. Drukknanir voru þó talsvert færri en árið 1944.
Mjög mikið kvað að umferðarslysum. Hinn 21. febrúar fórst e/s Detti-
foss af hernaðarvöldum við Bretlandseyjar. Með skipinu fórust 14
manns héðan úr bænum. Surnir þeirra skipverjar, aðrir farþegar. Rétt
þykir að geta um tveg'gja ára telpu, er hengdist í rólu við hús á Digra-
neshálsi, þar sem þangað var kallaður læknir úr bænum, en nokkur
vafi leikur á, hvort hús þetta er í Reykjavíkurhéraði. Gamall maður
og gömul kona létust í St. Jósefsspítala af afleiðingum lærleggsháls-
brota. Til nýlundu má það teljast, að 3 menn, heimilisfastir hér i
bænum, létust á árinu af mannavöldum. (Héraðslæknir gerir nánari
grein fyrir þessum manndrápum og' tildrögum annarra helztu slys-
fara í héraðinu á árinu, en með því að fyrir langflestu er gerð ýtar-
leg grein hér á eftir í réttarkrufningarskýrslu Rannsóknastofu Há-
skólans, er látið nægja að vísa til þess.) Ambustio 12, commotio
cerebri 15, contusio cerebri 1, c. variis locis 5, corpus alienum oculi
3, c. a. variis locis 9, Iux. humeri 1, menisci 8, columnae cervicalis 1,
ruptura tendinum 2, urethrae 2, urethrae & vesicae 2, vulnus contusum
5, dilaceratum 2, perforans oculi 1, scissum tendinis patellae 1, nervi
ulnaris 1, fract. cranii v. baseos cranii 10, c. & mandibulae 1, c. &
scapulae & costarum 1, c. & humeri 1, columnae 12, c. & antibrachii 1,
costarum 3, c. & scapulae 2, humeri 6, h. complicata & lux. humeri 1,
olecrani 3, antibrachii 1, radii 3, pelvis 3, colli femoris 19, femoris 12,
patellae 1, cruris 6, c. complicata 5, tibiae 2, fibulae 2, malleoli 7.
Akranes. Á árinu ekki önnur banaslys en drukknun. Hins vegar
hafa kornið fyrir ýmis minna háttar slys og áverkar, sem ekki verða
færðir á skrá, þar sem sá læknir er á brottu, er var hér starfandi 8
mánuði ársins.
Kleppjárnsreykja. Fract. c.ostae 2, radii 2, patellae 1 (skotmaður
hrapaði i klettum), tibiae 1 (fall af hestbaki), malleoli 1, ossis meta-
tarsi 1. Sár 31, flest smávægileg. Þó fékk ég’ sjálfur slæmt sár í lófa,
rann á hálku í kjallaratröppum og rak vinstri hönd gegnum rúðu.
Hlaut ég skurð þvert yfir lófann, djúpt inn í thenar, 9 sm langan.
Saumaði sjálfur með aðstoð konu minnar. Mar og' tognun 13. Contusio
renis hlaut piltur í tuski. Mikið blóð í þvag'i fyrst, en batnaði tiltölu-
lega fljólt. Bruni 5 tilfelli. Bílstjóri brenndist mikið á andliti og
brjósti, er hann skrúfaði lok af vatnskassa, sem sauð á.