Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 256
254
1. Húsnæði sem næst miðbænum: rúmgóð lækningastofa með bið-
stofu og helzt litlu varðherbergi.
2. í stað eins næturlæknis séu þeir tveir, er taki hvor við af öðrum,
og hafi aðsetur á slysastofunni: annar frá kl. 20—2, hinn frá kl. 2—8.
3. Á daginn sé hjúkrunarkona viðstödd og það tryggt, að hún hafi
jafnan símasamband við Jækni, er gegni tafarlaust kalli. Dettur mér
helzt í huga, að samið verði við aðstoðarlækna sjúkrahúsnnna um að
skiptast á um slíkan dagvörð. Gæti þetta vel samrýmzt því, sem fyrir-
hugað er, að aðstoðarlæknar Landsspitalans stundi ekki almenn
Jæknisstörf. Slík læknisþjónusta ætti og að vera nægileg, því að eftir
sem áður yrði öllum meira háttar slysum fyiir milligöngu slysastof-
unnar ráðstafað á hin ýmsu sjúkrahús.
Enn um læknavarðstofu í Reykjavík.
Bréf landlæknis til bæjarráðs Reykjavikur 8. júní 1942.
Það hefur smátt og smátt orðið að venju, að fólk, er verður fyrir
slysum sér í bænum, er flutt fyrirvaralaust á Landsspitalann, bæði
það, er augljóslega þarfnast sjúkrahúsvistar, og eins hitt, sem þarfn-
ast minna háttar læknisaðgerða, er hvar annars staðar mætti láta
i té. Er Landsspítalinn fyrir þetta orðinn að alls herjar slysastofu
fyrir bæinn, og þó engan veginn til slíks ætlaður. Skortir hann til
þess húsakynni, starfsfólk og aðrar aðstæður, enda liggur þessi starf-
semi fyrir utan verksvið hans. Vegna fólksfjölgunar í bænum og auk-
inna slysfara við núverandi atvinnuhætti er svo komið, að þessi að-
sókn að spítalanum er fyrir löngu orðin þar til vandræða, bæði vegna
truflunar á störfum lækna, hjúkrunarltvenna og annars starfsliðs og
átroðnings og' ónæðis, sem einnig kemur niður á sjúklingum spítal-
ans. Þar að auk er engan veginn séð fyrir þörfum hins slasaða fólks
með þessari tilhögun. Það þarf iðulega lengi að bíða afgreiðslu, og
stórslasað fólk er hrakið þangað, án þess að þar sé nokkurt rúm til
fyrir það. Verður þá að flytja það þaðan aftur, og gengur iðulega í
hinu mesta basli að fá því samastað, er engri stofnun er til að dreifa,
er hafi með höndum slíkar ráðstafanir.
Er augsýnilega hrýn þörf slysastofu í bænum, er slasað fólk eigi
jafnan aðgang að sýkna daga sem helga og á nóttu sem degi. Þar
væru öll smáslys afgreidd til fullnustu, svo að ekki þyrfti að gera
ónæði á sjúkrahúsunum þeirra vegna, en fólki með meira háttar slys
ráðstafað á hin ýmsu sjúkrahús, eftir því sem þar væru rúm til á
hverjum tíma, en það ætti slysastofunni jafnan að vera kunnugt til
hlítar.
Ég lief fyrir nokkru vakið máls á því við Rauðakross íslands, hver
nauðsyn væri á að leysa þessi vandræði bæjarins, og hafði mér dottið
i hug, að hann tæki að sér forgöngu um athafnir. Legg ég hér með
afrit af tveimur bréfum mínum til Rauðakrossins, dags. 1. okt. f. á.
og 24. janúar þ. á., um þetta efni.
Með því að mér þykir nú sýnt orðið, að Rauðakrossinn sinni ekki
málinu svo skjótt, sem nauðsyn krefði, tel ég mér skylt að snúa mér