Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 252
250
9. Þegar metin er geta ríkissjóðs til að auká framlög til sjúkrahúsa
og læknisbústaða umfram það, sem nú er ákveðið í lögum, er nauð-
synlegt að hafa í huga, að með 77. gr. laga nr. 50 7. maí 1946, um
almannatryggingar, er lögð samsvarandi kvöð á rikissjóð um fram-
lög til bygginga heilsuverndar- og lækningastöðva sem á hverjum
tíma gildir um sjúkrahúsbyggingar. Verður hér, áður en varir, uin
mikil útgjöld að ræða.
Um svo nefnd „héraðshælÞ4.1)
Bréf landlæknis til allsherjarnefndar neöri deildar Alþingis
10. mai 1947.
Til umsagnar frumvarpi til laga um héraðshæli, er háttvirt alls-
herjarnefnd beiddist af mér með bréfi, dags. 9. f. m., vii ég taka fram
eftirfarandi:
1. Hugmyndin um rekstur slíkra „héraðshæla“ er athyg'lisverð og
kann að eiga við i sumum héruðum.
2. Hins vegar verður ekki fallizt á, að nýrrar lagasetningar sé þörf
til að koma hugmyndinni í framkvæmd, þar sem það teldist geta átt
við. í lögum nr. 30 19. júní 1933, um sjúkrahús o. fl., sbr. lög nr. 33 12.
febrúar 1945, um breyting á þeim lögum, er engin skýrgreining á því,
hvað telja skuli sjúkrahús. Af sjálfu frumvarpinu og greinargerðinni,
sem þvi fylgir, verður ekki séð, að hinum svo nefndu „héraðshælum“
séu ætluð önnur verkefni en þau, sem eftir atvikum geta talizt verk-
efni góðra og gildra sjúkrahúsa, að svo miklu leyti sem þeim auk
venjulegra sjúklinga er ætlað að vista „örvasa fólk“ (þ. e. ellisjúk
gamalmenni) og barnsfæðandi konur. Um þær skiptir ekki máli í
þessu sambandi, hvort þær leita vistarinnar vegna afbrigðilegra fæð-
inga eða vegna heiinilisástæðna, er stofna heilbrigði þeirra og af-
kvæmanna í hættu, ef heima er beðið fæðingarinnar. Viðvíkjandi því
ákvæði frumvarpsins, að hin svo nefndu „héraðshæli" skuli „leggja
til húsakost og' starfslið fyrir heilsugæzlustöð, þar sem slík stöð er
eða verður ákveðin,“ skal vakin athygli á því, að í 81. gr. lága nr.
50 7. maí 1946, um almannatryggingar, er einmitt gert ráð fyrir þvi,
að „ein og sama stofnun ræki hlutverk sjúkrahúss, heilsuverndar- og
lækningastöðvar, þar sem skilyrði eða staðhættir mæla með sliku.“
Með því að um framlög rílcisins til að koma upp slíkum stofnunum
gilda auk þess sömu reglur sem um sjúkrahús (sbr. 77. gr. sömu
lagai, er auðséð, að hér, eins og um hin önnur atriði, er um fram-
kvæmdartilhögun eina að ræða og ekki skortur neinnar stoðar í lög-
um til að koma henni við.
3. Þó að sú tilhögun sjúkrahúsa, sem um ræðir í frumvarpinu,
kunni að eiga við í sumum héruðum, er ekki sagt, að lnin henti jafn-
vel alls staðar, og er reyndar fullvíst, að svo er ekki. Vara ég því við
að lögfesta þessa skipun fyrir öll héruð, að ég ekki tali um að g'era
1) Sbr. frv. til laga um héraðshæli, er flutt var á alþiugi 1946—1947 (á þing-
skjali 551).