Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 90
88
með töng, þegar það eftir pitúitríngjöf var komið í tangarfæri, en
lífgun tókst ekki. Fjölbyrja, tvíburar, adynamia. Placenta accreta
mjög fast uppi í uterushorni. Prontosíl í stórum skömmtum á eftir.
II-para, hafði fætt fyrir 1% ári síðan andvana fullburða barn, og
gekk sú fæðing eðlilega, en barnið var dáið fyrir a. m. k. 5 sólar-
hringum. Nú var vatn runnið fyrir iy2 sólarhring, sótt lin, fóstur-
hljóð góð. Fékk pitúitrín tvisvar og af því væga sótt, sem færði
barnið í tangarfæri, en féll svo niður. Tók barnið með töng, létt tak,
og virtist barnið fyrst sæmilega lifandi, en hætti rétt strax að anda,
og báru lífgunartilraunir engan árangur, þó að lengi væri reynt. 45
ára pluripara, föst piacenta, sótt með hendi. Barnið fætt ca. 2 mán-
uðum fyrir tímann og dó á fyrsta dægri. Fósturlát með langflesta móti,
þó að ekki sé getið hjá Ijósmæðrum. Hef sinnt 4 konum undir þess-
um kringumstæðum: 1) V-para, fósturlát á 2. mánuði. Abrasio. 2)
29 ára Vl-para, fósturlát á 5. mánuði. Retentio placentae. Evacuatio.
3) 46 ára Ill-para, fósturlát á 2. mánuði. Aðgerð engin. 4) 22 ára
11-para úr Reykjavík, stödd hér uppi í sveit, fósturlát á 3. mánuði.
Mikil blæðing. Evacuatio. Ekki er mér kunnugt um né grunur á, að
neitt saknæmt hafi verið við þetta allt. Sumt vafalaust fyrir ofraun
við störf.
Ólafsvíkur. Oftast hríðaleysi eða þá aðeins óskað deyfingar. 2 fóstur-
lát, svo að vitað sé.
Reykhóla. 7 sinnum var ég hjá fæðandi konum. Fæddu 2 þeirra á
heimili mínu, og var önnur sjálf ljósmóðirin, hin vegna forfalla ljós-
móðurinnar. Allar gengu fæðingarnar eðlilega og brotalaust, þurfti
ekki einu sinni að grípa til pitúitríns, en í öll skiptin klóróformdeyf-
ing. Ein fæðingin var partus praematurus í 27. viku. Fæddust tví-
burar, báðir með lífi og 6 merkur hvor. Hefðu ef til vill getað lifað
báðir með fullkomnum tilfæringum, en undir þessum kringumstæð-
um lifðu þeir aðeins 10—12 klukkustundir. Fósturlát voru 3. 3 konur
óskuðu abortus provocatus, 2 af hræðslu og taugaveiklun, enda hvor-
ug þunguð, þegar til kom. Hin 3. þjáðist mjög af vomitus gravidarum,
svo að lá við krampaköstum að sögn hennar. Fór hún til Hólmavíkur,
og veit ég ekki, hvað þar var við hana gert.
Patreksfí. 9 sinnum vitjað til konu í barnsnauð. Einu sinni varð
ég að taka barn með töng. Þetta var 34 ára primipara. Hríðir lélegar,
svo að ekkert gekk og fósturhljóð orðin léleg. Konu og barni heilsaðist
vel. Einu sinni neyddist ég til að lima dautt fóstur. Grindin var frem-
ur þröng, fæðing hafði staðið á þriðja sólarhring, vatn löngu farið,
víkkun lítil, hríðir sem engar, konan búin að fá töluverðan hita og'
fóstrið dautt. Ég var farinn að vona, að ég' þyrfti aldrei að gera þá
aðgerð, því að hún er leiðinleg og allt annað en auðveld, a. m. k.
þegar maður hefur lélega aðstoð. Konunni heilsaðist vel. 1 fóstur
fæddist dautt og mjög vanskapað. Var svo sem enginn skapnaður á
því fyrir neðan mitti.
Bíldudals. Algengasta tilefnið beiðni um deyfingu í lok fæðingar.
Læknir sat í eitt skipti yfir konu vegna fjarveru Ijósmóður. Fæðing'
gekk vel, en barnið reyndist mesti píslarungi með samvaxna fingur
og klofinn góm og fjarskalega vesaldarlegt. Ljósmæður geta ekki um