Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 26
24
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingcifjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 6 9 9 7 8 13 14 15 9 9
Dánir ....... 1 3 3 2 1 3 3 3 1 1
Auk þessara 9 sjúklinga, sem skráðir eru á mánaðarskrár í 7 hér-
uðum (Rvík, Sauðárkróks, Ólafsfj., Dalvíkur, Egilsstaða, Selfoss og
Keflavíkur) er í ársyfirliti getið 10 tilfella, sem hér greinir: Rvík 4,
Ögur 1, Hofsós 1, Akureyrar 1, Kópaskers 1, Djúpavogs 1, og Eyrar-
bakka 1.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. 1 sjúklingur færður á mánaðarskrá í október, kona á þrít-
ugsaldri, sem lá í heimahúsum og fékk bata við súlfalyf. Enginn
sjúklingur skráður í ljósmæðrabækur, en við eftirgrennslan kom í
ljós, að 4 aðrar konur höfðu veikzt af barnsfararsótt, og dóu 2 þeirra
(sbr. nánari greinargerð síðar, þar sem ræðir um barnsfarir).
Bíldudals. 1 tilfelli barnsfararsóttar. Kona fékk einnig phlegmasia
alba dolens puerperalis. í báðum tilfellunum bafði fæðing verið eðli-
leg og án sérstakra aðgerða. Hvorugt þessara tilfella var skráð á
mánaðarskrá — hafa fallið niður af vangá.
Blönduós. Ekki færð á mánaðarskrár, en 1 kona var lögð inn á
sjúkrahúsið með septiskan hita eftir fósturlát. Henni batnaði við lyf-
læknismeðferð.
Sauðárkróks. 2 konur fengu veikina eftir eðlilegan barnsburð. Sá
ég' aðeins aðra þeirra. Báðum batnaði.
Hofsós. 1 tilfelli á árinu. Féll óvart út af mánaðarskrá.
Ólafsfj. Kona veiktist í apríl eftir eðlilega tvíburafæðingu. Reyndi
ég fyrst prontosíl og önnur siilfalyf, en hún þoldi þau ekki. Var hún
búin að liggja í 6 vikur og þá orðin subfebril, er ég náði í pensilín,
sem gafst ágætlega.
Dalvíkur. 1 tilfelli, 18 ára primipara. Send í sjúkrahús vegna hækk-
andi hita og' aukinnar blæðingar. Batnaði.
Akureyrar. 1 kona fékk barnsfararsótt eftir ruptura perinei totalis
og var flutt í sjúkrahús Akureyrar, þar sem hún fékk pensilínkúr
með þeim árangri, að hún varð hitalaus á fáurn dögum. Fleiri konur
munu hafa fengið einhvern hitaslæðing eftir barnsburð, en samt ekki
það mikinn hita, að um eiginlega barnsfararsótt væri að ræða, enda
mun súlfalyf hafa verið gefið profylaktiskt í þeim tilfellum, sem lík-
Iegt þótti, að gætu verið barnsfararsótt.
Kópaskers. 1 tilfelli á árinu, ekki getið á mánaðarskrá. Fæðing'in
var skyndifæðing', og engin aðgerð fór fram. Hiti (40°) á 3. degi.
Konan fékk súlfadiazínmeðferð og náði sér fljótt.
Egilsstaða. Kona, 32 ára. 3. fæðing'. Grind fremur flöt, og fæðing
gekk heldur seint, en tók þó ekki nema tæpan sólarhring. Áður en
fæðing yrði, var konan ltomin með 40° hita, án þess að nokkuð sér-
stakt kæmi fyrir. Engin innri rannsókn gerð. Barnið fæddist and-