Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 82
80
Meðalsjúklingafjöldi í þessum héruðum (í Búðardal og Árnes um-
reiknaður til heils árs) nemur á árinu 97,0% af íbúatölu héraðanna,
og er meiri en nokkru sinni áður (1943: 90,4; 1944: 85,9). Hefur
aðsókn að læknum vitanlega mjög aukizt með viðgangi sjúkratrygg-
inganna og vafalítið meðfram vegna bættrar afkomu almennings. Að
vísu eru tölur þessar engan veginn nákvæmar og eflaust innbyrðis
sundurleitar, en hafa jafnan verið svo, og nokkra vísbendingu munu
þær gefa í heild. Fjöldi læknisferða á árinu er til uppjafnaðar í
héraði 135,0 og hefur verið nokkru meiri næstliðin ár (1943: 141,8;
1944: 142,5), en hins vegar ólíku saman að jafna, þessum ferða-
fjölda og því, er áður gerðist (1936: 46,9).
Á töflum XVII og XVIII sést aðsóknin að sjúkrahúsum á árinu.
I.egudagafjöldinn er lítið eitt minni en árið fyrir: 408299 (413175).
Koma 3,2 sjúkrahúslegudagar á hvern mann í landinu (1944: 3,3),
á almennu sjúkrahúsunum 1,7 (1,8) og heilsuhælunum 0,76 (0,75).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjúkrahús-
um á árinu, flokkast þannig (tölur síðasta árs í svigum):
Farsóttir ....................... 2,3 % ( 2,7 %)
Kynsjúkdómar .................... 3,7— ( 1,2—)
Berklaveiki ..................... 4,1— ( 5,2—)
Sullaveiki ...................... 0,2 — ( 0,2 —)
Krabbamein og illkynjuð æxli .... 2,7— ( 3,2—)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h...... 13,0— (14,1—■)
Slys ............................ 5,3 — ( 6,5 —)
Aðrir sjúkdómar ................. 68,7— (66,9—)
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Þegar litið er á yfirlitið um aðsókn að læknum
í héruðum landsins, vekur það athygli, hvað hún er geysilega mis-
jöfn, frá 38,8% til 141,3%. Æskilegt væri að fá eitthvert samræmi
i þetta, því að annars eru tölurnar markleysa.
Patreksjj. Oft falla niður sjúklingar, sem ég skrifa ekki.
Flateyrar. Við tilkomu sjúkrasamlaganna og aukna kaupgetu fólks
hefur læknisnotkun þess aukizt mikið og meira en nauðsyn her til
oft og' einatt, en illa á það við mitt geðslag að standa í stöðugri varn-
arbaráttu fyrir hönd sjúkrasamlaganna. Flestir vilja hafa af þeim
meira en þeir leggja þeim. Þetta fólk skortir félagsþroska til að eiga
það skilið að njóta slíks öryggis, sem tryggingar veita.
ísafi. Um aðsókn að læknum liggja ekki fyrir skýrar tölur, því
að 2 læknar hafa á hendi alla þjónustu fyrir sjúkrasamlagsmeðlimi
fyrir fast mánaðargjald og skrá því eigi viðvikin út í æsar. Þó er
augljóst, að á þessu ári hefur aðsókn að læknum verið með minnsta
m óti.
Árnes. Um síldveiðitímann hafði ég viðtalstíma á Djúpavík tvisvar
í viku og' á Eyri við Ingólfsfjörð 1 sinni í viku.
Blönduós. Eg tel ekki frekar en fyrri daginn fram sjúklingaaðsókn,
enda fellur ýmislegt smávegis dútl undan bókfærslu, og' mér er ekki
fyllilega ljóst, hvort telja ber sjúkling í hvert sinn, en oft líður milli