Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 243
241
verkahring að eiga frumkvæði að því, er orðið getur til eflingar eðli-
legri þróun stofnunarinnar, vexti liennar og viðgangi,"1)
VII. Sjúkrahús og læknisbústaðir sveitarfélaga.
Um sjúkrahúsmál Reykjavíkur og heilsuverndarstarfsemi þar.
Bréf landlæknis til bæjarráðs Reykjavikur 15. febrúar 1934.
[Erindi þetta er birt í heild í Heilbrigðisskýrslum 1932. Er þar
vakin athygli bæjarráðs Reykjavíkur á því, hversu mikið skorti á,
f‘ð höfuðborgin haldi til jafns við aðra staði um fjárframlög til heil-
brigðismála og sjúkrahúsa sérstaklega. Sjálfsagt er talið, að Reykja-
vík reisi sérstakt bæjarsjúkrahús, en jafnvel þó að hún gerði skyldu
sína í því efni, er hún talin njóta svo mikilla hlunninda af nálægð
ríkissjúkrahúsanna auk einkasjúkrahúsanna i bænum, að miklum
fjárspamaði hljóti að nema fyrir bæjarsjóð.2) Er talið sæmst, að
aðrar framkvæmdir til eflingar heilbrigði bæjarbúa njóti þess hagn-
aðar. Aðalefni bréfsins er að hvetja ráðamenn bæjarins til að koma
upp og reka sem fullkomnasta heilsuverndarstöð fyrir bæinn, jafn-
framt því sem gerð er í höfuðdráttum grein fyrir nútíma heilsuverndar-
starfsemi og hvers árangurs rnegi vænta af slíkri starfsemi. Erindið
mun aldrei hafa verið lagt fyrir bæjarstjórn, og með vissu var því
aldrei svarað. Hins vegar hefur nokkuð áunnizt í verki um fram-
hvæmd heilsuverndarstarfsemi í bænum í anda erindisins og' þó meira
í þá átt að afla hugsjón heilsuverndarinnar viðurkenningar almenn-
ings. Nú, þegar þetta er skrifað, nærri 16 árum síðar en hér um rætt
erindi var sent bæjarráði, hefur loks verið byrjað að grafa fyrir húsi
handa heilsuverndarstöð Reykjavíkur og' bæjarsjúkrahús Reykjavík-
Ur náð því að verða hugmynd, viðurkennd af ráðamönnum höfuð-
borgarinnar.]
1) Tilefni þessarar álylctunar er erfið aðstaða landlæknis að þurfa sjálfur að
eiga upptök að og bera fram við ráðuneytið kröfur um hvers konar fram-
kvæmdir í heilbrigðismálum og vera jafnframt einl trúnaðarmaður og leiðbein-
andi ráðuneytisins og Alþingis um að meta kröfurnar. Er þó sök sér um fram-
kvæmdir ríkisins sjálfs, en fráleitt að ætlast til, að landlæknir geti átt frum-
kvæði að fjárkröfum á hendur ríkissjóði fyrir hönd sveitarfélaga við algert sinnu-
ieysi, ef ekki i fullkominni óþökk blutaðeigandi sveitarstjórna, þó að sinnuleysið
geti gengið svo úrskeiðis, að ekki þydti iilýða að láta það óátalið, svo sem dæmi
sjást um í þessu erindasafni. Af yfirlæknum rikisspitalanna hefur yfirlæknum
berklahælanna einna bezt skilizt, hversu vel hentar, að yfirlæknarnir sjálfir eigi
frumkvæði að framkvæmdum til eflingar stofnunum sínum, og sér þess óneitan-
lega stað. Ályktun stjórnarnefndar ríkisspitalanna, sem hér greinir frá, hefur enn
ckki verið sinnt né bréfinu svarað.
2) Sér þessa aðstöðumunar stað i því, að bæjarsjúkrahús það, sem Reykvíkinga
er nú loks tekið að dreyma um, á samkvæmt ráðagerð að rúma 325 sjúklinga
°g þj'kir rausn. A sama tima eru Akureyringar að ljúka við að koma upp 100
•'únia sjúkrahúsi, sem samsvarar a. m. k. 700 rúma bæjarsjúkrahúsi i Reykja-
vik. Til jsess að jafnast á við 52 rúma sjúlcrahús á ísafirði, sem þar hefur verið
rekið í hart nær fjórðung aldar, þyrfti Reykjavikurbær að eiga og reka allt að
bví 1000 rúma sjúkrahús.
31