Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 25
23
I Rvík er skráður með barnaveiki 40—60 ára karlmaður, en ann-
ars varð veikinnar ekki vart á árinu, svo að getið sé.
Læknar láta þessa getið:
Sauðárkróks: Barnaveiki ekki orðið vart. Fólki var eins og að und-
anförnu gefinn kostur á að fá börn sín bólusett gegn veikinni, en það
var lítið notað. Þó voru nokkur börn bólusett, um leið og þau voru
bólusett gegn kikhósta.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 8 48 12 618 2941 135 338 9 49 332
Danir ........ 1 ,, ,, 2 5 1 ,, ,, ,, ,,
Blóðsótt, sem allmikið kvað að í upphafi ófriðarins, en virtist að
því komin að deyja út 1943, færist nú aftur í vöxt og gætir þó ekki,
sem heitið geti, nema í 4 héruðum (Hafnarfj., Bíldudals, Selfoss-
og Keflavíkur). Þau tíðindi eru sögð frá Reykjavík, að þangað hafi
slæðzt útlendingur sunnan úr Miðjarðarhafslöndum með tvímæla-
iausa dysenteria amoebica, og þá eflaust blóðkreppusótt (dysenteria
trojiica), þ. e. „erlenda sótt“ í skilningi sóttvarnarlaga. Leggja sótt-
Varnarlög, sem kunnugt ætti að vera, sérstakar kvaðir á um sótt-
varnaraðgerðir gegn slikum sóttum, og ættu helzt að fara fregnir
af, fyrr en lesið er í skýrslum eftir dúk og' disk, þó að fyrir öllu sé,
að ekki hefur orðið að slysum.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Líiið bar á blóðsótt á árinu. Má til nýlundu telja, að einn
skráðra sjúklinga hafði amöbudysenteria. Var það sannað með smá-
sjárrannsókn. Það var útlendingur og allmiklar líkur fyrir því, að
hann hefði smitazt við Miðjarðarhaf. Meiri hluti hinna slcráðu sjúk-
iinga skrásettur í ágústmánuði. Þá var mikill faraldur að iðrakvefi,
og er ekki ólíldegt, að verulegur hluti þeirra sjúklinga, sem taldir
voru hafa það, hafi haft væga blóðsótt, eins og oft mun hafa komið
fyrir áður.
Bíldudals. Barst með 2 börnum frá Reykjavík um miðjan apríl
og breiddist undir eins nokkuð út. Ekki gat veikin talizt mjög þung,
en lagðist þó misþungt á. Aðallega tóku börn og unglingar veikina, en
einnig nokkrir fullorðnir. Flestir höfðu blóð í saur. Seinni partinn í
iuaí fjaraði svo þessi faraldur vit.
Breiðumýrar. 1 tilfelli skráð i júlímánuði. Var það ung stúlka, sem
veiktist á leið frá Reykjavík. Reyndi ég meðal annars súlfaguanidín,
en árangur af því var lítill eða enginn.
Keflavíkur. Talsvert bar á blóðsótt, einkum í Keflavík i árs-
lok 1944. Heldur faraldur þessi áfram í janúar og febrúar 1945, en
rénar í marz. Vera má, að fleiri séu skráðir með þenna kvilla en þeir,
sem fengu greinileg blóðsóttareinkenni, en víst er um það, að sóttin
var greinileg á mörgum og allþung.