Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 253
251
með misháum ríkisstyrkjum svo upp á milli þessarar tilhÖgunar og
annarrar sem frumvarpið gerir með því að ætla „héraðshælum" %
sío/ukostnaðar, er venjulegum sjúkrahúsum ber aðeins % (fjórð-
ungssjúkrahúsum %) bijffgingarkostnaðax samkvæmt lögum nr. 33
12. febrúar 1945. Efa ég, að það hafi í raun og veru verið tilgangur
höfunda frumvarpsins að vilja freista m. a. allra kaupstaðanna til að
taka upp þessa skipun á sjúkrahúsmálum sínum. Mundi ríkissjóður
vita af því, ef Reykjavíkurkaupstaður tæki löggjafann á orðinu eftir
því líka lagasetningu og heimtaði % stofnkostnaðar einnar stofnnnar
fyrir alla sjúklinga sína og fæðandi konur, öll gamalmenni sin, er
hjúkrunarvistar þarfnast, og' fullnægjandi lækningastöð og heilsu-
verndarstöð auk tilheyrandi læknisbústaða við hæfi allrar stofnunar-
innar.
4. Samkvæmt framan sögðu er ákvæði frumvarpsins um styrkhæð-
ina hið eina, sem víkur frá gildandi löggjöf, svo að máli skipti, ef um
það ætti að vera að ræða að koma á viðeigandi stöðuin upp stofn-
unum í anda frumvarpsins. En með því að það er ekki aðeins rang-
látt, heldur líklegt til að villa urn eðlilega skipun sjúkrahúsa í land-
inu, að gera upp á milli þeirra í styrkveitingum á þann hátt, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir, mæli ég eindregið með því, ef Alþingi
telur sig hafa ráð á að gerast ríflegra í þessum fjárútlátum en það
hefur tekið á sig í nýsettum lögum nr. 33 12. febrúar 1945, að gera
þá þar að lútandi breytingar á þeirn lögum. En í því sambandi kemst
ég ekki hjá að minna á, að mér hefur skilizt, að Alþingi ætti fullt
í fang'i með að standast skuldbindingar sínar samkvæmt nýnefndum
lögum, og víst er fjárveiting hinna nýjustu fjárlaga í því skyni ófull-
nægjandi.
5. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að hin svo nefndu „héraðs-
hæli“ skuli vera „vistlieimili fyrir gamalmenni" án nánari skýrgrein-
ingar á gamalmennunum. Með hliðsjón af greinargerðinni hef ég' leyft
mér að skilja þetta svo, að átt sé við „örvasa fólk“, þ. e. ellisjúk gam-
almenni, sem þarfnast sérstakrar hjúkrunar, og hef ég þá ekkert
við það að athuga. I öðrum flokki eru gamalmenni, sem að vísu eru
öryrkjar og þarfnast góðrar vistar og aðbúðar, en eru sjálfbjarga á
þann hátt, að engum dettur í hug að leggja þau til jafns við sjúklinga.
Fyrir slíkum gamalmennum er illa séð með því að parraka þau inni
á stofnunum með örvasa fólki og sjúkn. Heilbrigðum gamalmennum
er slíkt ekki eðlilegra sálufélag en heilbrigðu ungu fólki, nema síður
væri. Með fulluin skilningi á þessu vex þeirri stefnu fylgi erlendis
að hlynna að öryrkja, en ekki algerlega farlama gamalmennum á
þann mannúðlega hátt, að þau geti í lengstu lög verið undir sjálfs sín
þaki, við sína sæng, sitt borð og sitt dútl, en njóti aðstoðar og fyrir-
greiðslu, eftir því sem þörf krefur, t. d. af hendi gamalmennastofn-
unar í nágrenninu, sem síðan tekur við þeim, þegar ekki er annars
kostur. Minni ég í þessu sambandi á De gamles By í Kaupmannahöfn.
Slíkum byggðahverfum gamalmenna verður hér á landi ekki eða tæp-
lega lcomið upp nema í stærstu kaupstöðunum og þá fyrst og fremst
í Reykjavík. Yrði þá allt landið að njóta að meira eða minna leyti
þeirra kaupstaðarhverfa, og getur farið vel á því. Eins og nú er háttað