Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 220
218
en það dó. Ályktun: Við krufninguna fannst mikil lungnabólga i báðum lung-
um, sem sýnilega hefur orðið barninu að bana.
25. 5. desember. G. T-son, 42 ára. Maðurinn fannst Játinn í skurði náiægt bænum.
Ályktun: Við líksskurðinn fundust ekki cinkenni, er skýrt gætu dauða manns-
ins. Vínandamagn í blóði bendir til mikillar ölvunar, og eru þá líkur til,
að maðurinn hafi fallið í skurðinn og ekki Iiaft rænu á að koma sér á fót aftur
og þannig orðið úti.
26. B. J-son, 62 ára. Maðurinn varð fyrir bíl 8. september 1945, var fluttur i Landa-
kotsspítala hinn 9. september, og kom þar í Ijós brot á mjaðmargrind og
sprunga í þvagrásinni. Gerð var 11. september cystotomia og 14. september
urethrotomia. Hálfum mánuði fyrir andlátið fékk hann liáan liita og vesl-
aðist upp. Ályktun: Við likskurðinn fannst mikil ígerð kringum þvagblöðr-
una með fistlum niður á læri. 2 sprungur fundust í þvagrásinni, og var sú
efri í sambandi við ígerðina. Brot á injaðmargrind voru mikil og leifar eftir
blæðingar í vefinn fundust. Enn fremur fannst nýrnablóga í hægra nýra
(pyelonephritis), og má gera ráð fyrir, að hin skyndilega hitahækkun hafi
stafað af henni.
27. 14. desember. H. H-son, 57 ára. Maðurinn var að borða, er hann skyndilega
féll af stólnum og var þegar örendur. Ályktun: Við krufninguna fannst stórt
kjötstykki, sem hafði lagzt fyrir kokið og inngang barkakýlisins, og maðurinn
kafnað af þessu.
28. 19. desember. $ óskirt, 3 mánaða. Móðirin hafði gefið barninu að drekka um
kl. 9 að morgni 18. desember, en sofnað síðan frá þvi. Þegar konan vaknaði,
var barnið dáið við hlið hennar. Ályktun: Við líkskurð fundust engin sjúk-
dómseinkenni, en einkenni í lungum gátu bent til, að barnið iiefði kafnað.
Engin áverkamerki voru á líkinu.
29. 20. desember. A. H-son, 31 árs. Maðurinn ók með öðrum manni í bíl, og óltu
þeir á mikilli ferð á vörubíl, og klemmdist maðurinn við það svo mjög, að
hann lézt litlu síðar. Ályktun: Við líkskoðun sást, að lifrin var nærri þver-
sprungin, enn fremur rif brotin vinstra megin og brjóstliimna og lungað rifið.
Mikil blæðing hefur verið frá þessum áverkum. Hægra megin var viðbeinið
brotið og lungað rifið á tveim stöðum. Allir þessir áverkar hafa leitt skjótt
til dauða.
30. 20. desember. S. M-son, 33 ára. Maðurinn var i sama bil og getið var um við
nr. 29 og dó samstundis. Ályktun: Við krufninguna fannst brot á höfuðkúpu-
botni og liðhlaup á milli efsta hálsliðsins og höfuðkúpunnar, sem valdið hefur
því, að mænan hefur höggvizt í sundur rétt neðan við heilann. Enn fremur
var barkakýlið brotið, og hrokkið hafði í sundur slagæð (arteria subclavia).
31. 27. desember. K. G-son, 53 ára. Maðurinn fannst illa til reika látinn í bragga
niðri við Heykjavíkurhöfn. Ályktun: Við líkskoðun og krufningu fundust
miklir áverkar á höfði: Stórt svöðusár yfir hægra eyra og eyrað alveg skorið
af. Annað minna sár var yfir vinstra eyra. Enn fremur mörg sár á báðum
vörum. Loks sást merki eftir mikinn áverka framan á hálsinum um barka-
kýlið og á vinstri siðu, þar sem mörg rif höfðu brotnað. Dánarorsök má telja
blæðingar úr umræddum sárum og áverkann framan á barkakýlið, sem einn
gæti valdið bráðum dauða (reflektoriskt).
32. 28. desember. K. A-son, 42 ára. Maðurinn fannst látinn i eldhúsinu heima
hjá sér, en gas var opið að einhverju leyti. Maðurinn hafði komið heim um
nóttina allmikiö við skál. Ályktun: Líkskoðun og krufning ásamt litrófs-
rannsókn á blóði hefur leitt í Ijós mikla kolsýrlingseitrun, sem orðið hefur
manninum að bana.
33. 29. desember. S. N-son, 80 ára. Maðurinn fannst hengdur i skúr náiægt heimili
sínu 28. desember. Hann hafði liðið mjög af þvagteppu undanfarið. Ályktun:
Líkskoðun og krufning staðfestu það, að maðurinn liafði hengl sig.
34. 31. desember. G. S-son, 28 ára. Maðurinn hafði lent í ryskingum og verið
sleginn. Hné hann þá niður og var þegar dauður. Ályktun: Við krufninguna
fannst mikil blæðing undir heilahimnum. En ekki var hægt að finna æð þá,
er sprungið hafði. Blæðing þessi var það mikil, að liún hefur veitt bráðan
dauða.