Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 260
258
mig, að slík athugun mundi leiða ýmsar misfellur í ljós. í þetta sinn
leyfi ég mér aðeins að benda á þá staðreynd, að sjúkrahúsaskýrslur
þær, sem ég er nú að vinna úr, þ. e. fyrir árið 1942, bera með sér, að
á því ári hafa sjúklingar með svo kallaða tonsillitis, tonsillitis c.hronica
eða hypertrophia tonsillarum legið á eftir greindum þremur sjúkra-
húsum til handlæknisaðgerðar, sem hér greinir:
St. Josephsspítali, Rvík . 173 af 1320 sjúkl., þ. e. 13 % allra sjúkl.
Sjúkrahús Hvítab., Rvík 177 — 737 — - - 24— — —
St. Josephsspítali, Hafnarf. 123 — 404 — — - 30— — —
Geri ég ráð fyrir, að mikill meiri hluti þessara sjúklinga séu börn
og unglingar og aðgerðin fólgin í brottnámi gómeitlanna (tonsillec-
tomia). Öll ástæða er til að ætla, að á þeim tíma, sem liðinn er síðan
1942, hafi ekki dreg'ið úr notkun sjúkrahúsanna til þessara aðgerða.
Eðlilegt er, að sú spurning vakni, hvort allt þetta tonsillectomiae-
fargan eigi fullkominn rétt á sér, og því heldur, sem vitað er, að ýmsir
hinir merkustu læknar hrista yfir því höfuðin sín á milli. En jafnvel
þó að aðgerðir þessar ættu meiri eða minni rétt á sér við hlið annarra
aðgerða, sem um er deilt, er þá bráðnauðsynlegt, að þær fari frain
með allri viðhöfn á sjúkrahúsi? Og þó að það kynni út af fyrir sig
að vera æskilegt, er þá forsvaranlegt að taka upp rúm á sjúkrahús-
unum fyrir slíkt dútl til líka við það, sem hér er gert, á sama tíma
sem bíða verður, svo að dögum og vikum skiptir, eftir rúmumí sjúlcra-
húsi fyrir sjúklinga, sem eiga jafnvel líf sitt undir því, að þeim sé
sem skjótast sinnt?
Ég leyfi mér að mælast til, að Læknafélag Reykjavíkur taki þetta
mál til athugunar og þeirra aðgerða, sem það telur við eiga, jafnframt
því sem það láti sig' að öðru leyti varða, á hvern hátt væri unnt að
tryggja sem allra hagsýnilegasta notkun þeirra sjúkrarúma, sem vér
höfum nú úr að spila. Vissulega vonum vér allir, að framhald verði
á því, að sjúkrahúsum vorum fjölgi og þau færi út kvíarnar, sem
fyrir eru, sem svo myndarlega hefur nú verið hafizt handa um. En
hins vegar má fastlega gera ráð fyrir því, að þróun læknavísindanna,
fullkomnari sjúkratryggingar, breyttir heimilishættir og kröfur al-
mennings fyrir réttmæta nauðsyn eða tízku auki jafnt og þétt á eftir-
spurnina eftir vist í sjúkrahúsum, og' svo ört, að henni verði því að-
eins fullnægt með auknum sjúkrahúskosti, að jafnframt sé gætt svo
hagsýnilegrar notkunar sjúkrarúmanna á hverjum tíma, sem framast
verður við komið.
Eftirrit af þessu bréfi mínu sendi ég' Læknafélagi íslands og' trygg-
ingaryfirlækni með tilmælum um, að hann hlutist til um, að Trygg-
ingarstofnun ríkisins athugi afstöðu sjúkrasamlaganna með tilliti til
greiðslu fyrir umræddar aðgerðir og sjúkrahúsvist vegna þeirra.1)
1) Þessu erindi liefur hvorki verið sinnt né svarað.