Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 9
7
Bakkagerðis. Af þeirri litlu kynningu, sem ég hef haft af Bakka-
gerðishéraði, álít ég, að fólki þar vegni vel og það sé að mörgu leyti
öðrum til fyrirmyndar. Hjálpfýsi gagnvart nábúunum er þar meiri
en ég hef áður þekkt til. Þegar hús er til dæmis bygg't þar, hjálpast
allir að til að koma því upp, og þarf húseigandinn þannig ekki að
setja fyrir sig hið núverandi háa tímakaup, oft samfara litlum af-
köstum, sem svo lamar allar verklegar framkvæmdir. Á þenna hátt
hafa verið byggð 9 íbúðarhús á 2 síðustu árum í þessu litla læknis-
héraði. Fólkið virðist að miklu leyti sjáfu sér nógt. Gnægð er þar
landbúnaðarafurða og mjólkurframleiðsla meiri en ég' þekki til ann-
ars staðar. Taldist mér til, að í þorpinu væru hér um bil 3 menn um
kúna. Mjólkursala mun ekki þekkjast þar, heldur hjálpar nábúinn,
þangað til batnar í búi, því að öll heimili hafa kú og sum 2. Útgerð
er þar talsverð á „trillubáta", og eru 14 bátar gerðir út, þó að sjór
sé þar oft úfinn. Hákarlaveiðar eru einnig stundaðar. Þar er um að
ræða fæðutegund, sem sennilega er of lítill gaumur gefinn, því að
það er reynsla margra magaveikra manna, að hákarlinn sé bezta
læknislyfið við þeim almenna, þráláta og leiða ltvilla.
Seyðisfj. Afkoma fólks góð til landsins. Hjálpaði þar til bæði gott
árferði og' hátt afurðaverð — að visu með uppbót úr ríkissjóði.
Verkamönnum mun einnig hafa vegnað sæmilega, því að atvinna var
með meira móti og kaupgjald hátt. Aftur á móti gengur verr fyrir
útgerðinni, og dregst hún saman. Kemur þar margt til greina, meðal
annars það, að menn fást ekki á báta. Talsvert kveður að því, að
fólk úr hreppnum flytur búferlum í bæinn. Hafa t. d. 3 jarðir i
Seyðisfjarðarhreppi verið yfirgefnar af búendum, en grasnyt notuð
fyrst í stað. Nokkur hús á Þórarinsstaðaeyrum standa tóm af sömu
ástæðum.
Djúpavogs. Afkoma manna yfirleitt góð til sveita, hér í þorpinu
aftur slæm. Fiskveiði nokkur framan af árinu, og máttu það heita
hinar einu tekjur, er sjómenn höfðu. Flestir yngri manna fóru á
síld, en síldin brást, eins og kunnugt er, og þeir komu slyppir og
snauðir heim. Er á árið leið, var farið að verða allþröngt fyrir dyrum
hjá mörgum manninum hér á Djúpavogi, að því er afkomu snerti,
en nokkuð rættist úr, er hafinn var undirbúningur að bryggjusmiði
hér á staðnum. Fengu þar margir góða vinnu.
Vestmannaegja. Afkoma útvegsins góð, að undanteknum síldveiði-
bátunum, og' almenn afkorna yfirleitt góð og atvinnuleysi ekki gert
vart við sig.
Eyrarbakka. Afkomu almennings má telja góða, þrátt fyrir augljósa
atvinnurýrð heima fyrir, en margir sækja atvinnu sína í nágrennið,
við byg'g'ingarstörf, vegagerð o. fl.
Selfoss. Bændur hafa efnazt vel undanfarin ár. Naumast mun nokk-
ur þeirra vera neðan við góðar bjargálnir, fjölmargir eru sterkefnaðir,
og fáeinir geta eflaust talizt ríkir. Tekjur iðnaðarmanna hafa verið
með þeim ágætum, að ég hika ekki við að telja þá með allra tekju-
hæstu mönnum. Afkoma verkamanna hefur einnig verið mjög góð.
Vinnan hefur verið óþrjótandi og það svo, að mikil eftirvinna hefur
jafnan verið unnin fyrir geysihátt kaup.