Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 23
21
Borgcirnes. Töluverð allt árið, flest tilfelli í janúar og svo aftur í
niaí—júlí, og færðist dálítið í aukana í árslokin. Var tíðust í börn-
uin innan fermingar.
Ólafsvílcur. Alla mánuði nema marz, mest maí—júní og október—
desember. Fór þó feikimikið fram hjá rnanni.
Regkhóla. Gekk aðallega í júní og júlí samfara kverkabólgu og
iðrakvefi. Nokkrir fengu lungnabólgu upp úr kvefinu.
Patreksfj. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins.
Bíldudals. Talsvert útbreidd allt árið.
Flategrar. Kvefs varð vart allt árið nema í febrúar, en einna rnest
í júlí, ágúst og septenrber.
Bolungarvíkur. Annað slagið stungið sér niður. Hálsbóigan og
iungnakvefið fara venjulega saman, eða annað fylgir i kjölfar hins.
Vill venjulega bera mest á þessum kvillum að vetrinum og að vor-
inu. I júní bar inest á hálsbólgunni í ungum börnum. Fengu þau
sótthita, án annarra einkenna, er stóð nokkra daga. Við nánari at-
hug un sást roði í hálsi.
ísafj. Enginn faraldur. Nokkur börn fengu otitis media.
Hestegrar. Nokkur tilfelli í ágúst—september. Líktist faraldri og
tilfellin áreiðanlega fleiri en getið er í skýrslum. Yfirleitt væg, en þó
uieð nokkrum liita.
Hólmavíkur. Yfirleitt viðloðandi allt árið.
Hvammstanga. Viðloðandi allt árið, einna mest í fehrúar.
Blönduós. Á slæðingi allt árið eins og' venjulega, mest um mið-
sumarið og undir árslokin.
Sauðárkróks. Gerir eins og fyrr talsvert vart við sig alla mánuði
úrsins, en mismunandi mikið. Flest tilfellin eru vormánuðina og
svo aftur síðustu mánuði ársins. Ekki skæð.
Hofsós. Hefur gert vart við sig öðru hverju.
Ólafsfj. Talsvert kvað að kvefsótt í janúar—apríl og október—
uóvember. Varð ekki vart í júlí—september og desember.
Dalvíkur. Allt árið, faraldur í febrúar og marz.
Akuregrar. Kveffaraldur gekk hér í læknishéraðinu í febrúar og
niarz, og var mikið af kveflungnabólgu og miðeyrabólgu honum
samfara. Reyndist þessi faraldur hættulegur mörgum berklasjúk-
l'ngum. Þá gekk annar kveffaraldur yfir í október og nóvember og
síðara hluta september, en ekki var jafnmikið uin fvlgikvilla hon-
Uni samfara.
Grenivíkur. Með meira móti, flest tilfelli í febrúar og marz og svo
nftur í október og nóvember, og var þrálát í mörgum.
Breiðumgrar. Smáfaraldur í febrúarmánuði, en gerði annars lítið
vart við sig.
Húsavíkur. Nokkur slæðingur allt árið, en ekki neitt sérstaklega
Urn það að segja.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið. Saina fólkið veiktist aftur og
nftur, og siðast á árinu virtist bera meira á sumum einkennum
inflúenzu.
Vopnafj. Kvef gengur að sjálfsögðu öðru hverju, eins og venja er
a landi voru, en kemur lítt við sögu.