Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 68
66
Laugarás. Hefur verið mjög algeng. Flest tilfellin skorin í Reykja-
vík.
3. Anaemia perniciosa.
Sauðárkróks. 1 öldruð kona. Fær hún alltaf við og við lifrarlyf.
Grenivikur. 1 gamall sjúklingur, sem haldið er við með campolon-
sprautum alltaf öðru hverju.
4. Angina pectoris.
Ólafsfi. 1 sjúklingur.
Búða. 1 kvenmaður á fimmtugsaldri.
5. Apoplexia cerebri.
Hvammstanga. 25 ára gömul kona, gift og vanfær á 8. mánuði,
fékk haemorrhagia cerebri 3/6. Var meðvitundarlaus í 14 klukku-
stundir. Hafði áður fengið heilablæðingu 1943. Raknaði við og náði
sér nokkuð. Ó1 hraust og heilbrigt fullburða barn rúmum mánuði
síðar, 8/7. Fæðingin gekk vel og virtist ekki fá neitt verulega á
sjúklinginn. En 25/8 fékk hún aftur heilablæðingu, sem varð lienni
að bana. Systir þessarar konu, um þrítugt, hefur tvisvar fengið heila-
blæðingu, í síðara skiptið árið 1943, en náði sér til fulls. 1 ætt þessara
systra hefur mikið borið á þessum sjúkdómi þegar á unga aldri.
T. d. fékk faðir þeirra heilablæðingu um fertugt og dó eftir eina
nótt. Bróðir hans fékk heilablæðingu þrisvar og dó í þriðja skiptið,
innan við fertugt. 2 synir hans dánir vegna heilablæðinga. Systir
þeirra fékk einnig heilablæðingu þrisvar og dó í þriðja skiptið, um
íertugt, og 3 dætur hennar eru allar dánar úr heilablæðingu. Og
enn fleiri hafa fengið heilablæðingu i ættinni.
Húsavíkur. Alltaf nokkur tilfelli á ári hverju og virðast vera ætt-
geng.
Þórshafnar. 1 tilfelli.
Vopnafi. l.tilfelli.
6. Asthenia.
Selfoss. Skortur á kvenfólki til innanhússverka er mjög tilfinnan-
legur, en það eru ekki sveitaheimilin ein, sem þjakast af honum-
Heimili í þorpurn og bæjum eru sízt betur sett i þeim efnum. Ofþreyta
er að þrýsta fjölda húsmæðra á kné, og áhyggjur þeirra eru þrot-
lausar vegna þess, að hvergi er hjálp að fá, hversu hátt kaup sem
boðið er. Ég þekki þess dæmi hér, að stúlku var goldið á áttunda
þúsund krónur í árskaup, auk allra venjulegra hlunninda. Þó taldi
þessi stúlka sig svo heilsuveila, að húsmóðirin varð sjálf að vinna
verstu verkin og erfiðustu. Ég' er ekki í nokkrum vafa um, að stöð-
ugur lasleiki fjölmargra húsmæðra stafar beint eða óbeint af líkam-
legri og andlegri ofraun. En svo er að sjá, að húsmæðurnar eigi ekki
marga formælendur — og mun færri en „ástands“stúlkurnar — því
að naumast heyrist að þessu þjóðarmeini vikið opinberlega, hvað þá
að nokkuð örli á tilraunum til úrbóta.