Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 231
229
reisa hina löngu fyrirhuguðu deild fyrir órólega sjúklinga á Nýja
Kleppi, og er það þvílík alþjóðarnauðsyn, að mér virðist sem þjóð-
stjórn geti ekki leitt það hjá sér.
Ég læt þess ekki ógetið, að ekki er óhugsandi, að í sambandi við
hreytingu á læknaskipun á Kleppi, sem ég hef gert tillögur um, rnegi
auka að nokkru rúm fyrir sjúklinga (íbúð núverandi yfirlæknis á
Gamla Kleppi, ef yfirlækninum eða aðstoðarlækninum yrði gert að
búa í bænum), en það leysti engan veginn vandræðin og yrði engu
síður full þörf fyrir hina nýju byggingu.
Ég vænti þess, að ráðuneytið taki mál þetta sem allra fyrst til al-
varlegrar athugunar.
II. Fávitahæli.
Um fávitahæli og framtíð Iíópavogshælis.
Bréf landlæknis til dómsmcilaráðuneijtisins 2i. mai 19í5.
Eftir að ég hef verið í heimsókn á Kleppjárnsreykjum m. a. til að
athuga, hvernig auka mætti rúm fyrir fávita, sem mjög er aðkallandi,
Iset ég ekki hjá líða að tjá ráðuneytinu eftirfarandi:
Á Kleppjárnsreykjum eru nú 20 fávitar, flest börn og unglingar, og
er þar ekki rúm fyrir fleiri. Húsið er á mörgum hæðum, erfitt í rekstri
°g herbergjaskipun að ýmsu leyti óhaganleg. Einkum vantar tilfinnan-
lega dagstofur fyrir fávitana. Flokkun fávitanna eftir kynjum, aldri
°g andlegum þroska er ýmist ekki eða illa framkvæmanleg, jafnvel þó
að eingöngu væru börn og konur, en full frágangssök er að hafa þar
jafnframt fullorðna karlmenn. Er það mjög bagalegt, því að þeir eru
að jafnaði erfiðastir viðureignar á heimilum, enda er nú einkum eftir-
spurn eftir hælisvist fyrir slíka fávita. Ber brýna nauðsyn til að sjá
nokkrum þeirra sem allra fyrst fyrir viðunandi hælisvist.
Eðlilegt er að athuga fyrst möguleika á því að reisa skála fyrir full-
orðna fávita á Kleppjárnsreykjum, enda hefur það verið haft i huga,
°g í því skyni fyrst og fremst eru veittar á núgildandi fjárlögum kr.
100 000.00 (12. gr. G. 12). Væri það vissulega ekki áhorfsmál, ef ekki
orkaði tvímælis um Kleppjárnsreyki sem framtíðarfávitahæli ríkis-
ins. En því miður eru alvarlegir annmarkar á að gera ráð fyrir því,
sem sé:
1) Húsið er mjög illa lagað til slíks rekstrar, svo sem eðlilegt er,
þar sem það er upphaflega reist sem íbúðarhús og þannig frá því
gengið, að herbergjaskipun verður ekki breytt að neinu ráði (stein-
skilrúm).
2) Þrengt hefur verið að húsinu svo, að lóð er af skornum skammti
til nokkurrar verulegrar aukningar, auk þess sem rekstur þar og all-
niikil umferð því nær um lilaðið lætur mikið skorta á, að staðurinn
sé svo afskekktur og kyrrlátur sem fávitahæli hentar.
3) Staðurinn er svo í sveit settur, að samgöngur og aðflutningar
eru erfiðir og kostnaðarsamir.