Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 117
115
Bveiðabólsstaðar. Læknisbústaðurinn sá sami sem verið hefur, og
engar endurbætur gerðar á honurn á árinu. Stjórn læknishéraðsins
kom saman á fund í nóvember s. 1., og samþykkti meiri hlutinn þá
að láta reisa nýjan læknisbústað, „eins fljótt og auðið yrði“, og að
flytja hann að Klaustri, ef hagkvæmir samningar tækjust um bygg-
ingarlóð undir hann, svo og lítils háttar landrými fyrir garða og
túnblett, einnig rafmagn.
Vestmannaeyja. Engar breytingar gerðar á sjúkrahúsinu. Óviðun-
andi að hafa ekkert sóttvarnarskýli í sambandi við sjúkrahúsið.
Iíeflavikiir. Bygging fyrirhugaðs sjúkrahúss i Keflavík, sem getið
var í síðustu ársskýrslu og' Rauðakrossinn í Keflavik gaf ca. 120 þús-
undir króna til, er nú stöðvuð i bili vegna samtakaleysis hreppanna,
sem stafar, að ég held, mikið af því, hversu góðar samgöngur (1 klt.
ferð) eru til sjúkrahúss í Hafnarfirði og í Reykjavík. En sjúkra-
húsið er nú koinið nokkuð áleiðis, og mun verða reynt að koma þvi
á réttan grundvöll (þ. e. að það verði byggt með hlutfallslegri þátt-
töku hreppanna í héraðinu, en ekki fyrir samskotafé, sem aldrei
fæst).
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög. Heilsuvernd.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1945 hafði hjúkrunarfélagið Líkn 7 fastráðnar hjúkrunar-
konur í þjónustu sinni. Störf þeirra skiptust þannig, að 2 störfuðu
við berklavarnarstöðina, 3 við ungbarnaverndina og 2 við heimilis-
vitjanir til sjúklinga. Enn fremur aðstoðaði önnur hjúkrunarkona
slysavarðstofu bæjarins heimilishjúkrunarkonurnar, og auk þess var
hjúkrunarkona ráðin til aðstoðar vegna sumarorlofa. Má gera ráð
fyrir, að um helming ársins liafi 8 hjúkrunarkonur starfað á vegum
félagsins. Eftirlit með barnshafandi konum annaðist læknir og ljós-
móðir. Auk þess starfaði afgreiðslustúlka við berklavarnarstöðina
og við ungbarnaverndina stúlka, sem sá um Ijósböð ungbarna. Farið
var í 5993 sjúkravitjanir. Meðlimatala Líknar er um 225. Tekjur fé-
lagsins voru kr. 270220,28 og gjöld kr. 264696,71.
2. Hjúkrunarfélag Ótafsvikur. Á vegum félagsins voru 3 sængur-
konur frá Hellissandi til húsa hjá konu i Ólafsvík, sem hefur tekið
á móti sjúklingum til dvalar.
3. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Um starfsemi þess, ef
nokkur hefur verið, eru engar skýrslur.
4. Kvenfélagið Æskan, Ólafsfirði, styrkir bágstadda sjúklinga.
5. Rauðakrossdeild Akuregrar. Tala meðlima 519. Tekjur kr.
22242,00. Gjöld kr. 10594,00. Eignir kr. 51798,00. Aðalstarf deildar-
innar má vafalaust telja rekstur sjúkrabifreiðarinnar. Voru alls flutt-
ir á árinu 146 sjúklingar, þar af 82 ferðir innanbæjar og 64 utan-
bæjar, og voru sumar ferðir mjög langar, t. d. til Reykjavíkur. Rekst-
ur bifreiðarinnar var tiltölulega hagkvæmur fyrir deildina. Varð halli
af rekstrinum aðeins kr. 782,00. Deildin tók þátt i fjársöfnun handa
Norðurlandaþjóðum og handa íslendingum á ófriðarsvæði Evrópu, og