Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 29
27
vera, að hér hafi verið um blóðsótt að ræða, en lítið sem ekkert bar
á, að blóð gengi niður. Enginn dó úr veikinni.
Ólafsfi. Þessi kvilli lýsti sér í ýmsum myndum. Ég hef aðeins skráð
þau tilfelli, sem niðurgangur fylgdi. En oftar en einu sinni á árinu
bafa komið smáöldur af uppsöluveiki með óstöðvandi uppsölu í byrj-
un, allt að einum sólarhring', einkum í börnum. Stundum hafa fylgt
þrautir í kviði, en oftast nær ekki.
Dalvikur. í öllum mánuðum ársins.
Grenivikur. Með minnsta móti þetta ár, aldrei sem faraldur.
Breiðumijrar. Hætt við, að septembertilfellin hafi verið mænusótt,
því að mænusóttin byrjaði oft með gastrointestinal einkennum.
Húsavíkur. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, nema desember.
Egilsstaða. Mikið bar á þessum sjúkdómi frá ágúst fram í nóvem-
ber, mest í ungu fólki og börnum.
Nes. Flestir sjúklingar um miðsumarið.
Búða. Gterði enn sem fyrr vart við sig, einkum mánuðina ágúst,
september og október.
Hafnar. í október sláturkveisa.
Vilcur. Stakk sér niður í janúar, og bar á blóði í saur hjá sumum.
Vægt iðrakvef í nóvember.
Vestmannaegja. Með meira móti á þessu ári, einkum í sumar og til
áramóta. Þrálátt og tekið suma, sérstaklega börn á aldrinum 1—10
ára, hvað eftir annað. Gekk eins og faraldur í sumar og haust.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli sumar- og haustmánuði. Allþungt í
flestum tilfellum.
Laugarás. Töluverður faraldur í júlí og ágúst. Margir fengu hita
og erfið uppköst.
Keflavíkur. Reglulegur iðrakvefsfaraldur gengur frá því í ágúst
og árið út. Bar mikið á veikinni í börnum. Má mikið vera, ef það hefur
ekki staðið í beinu sambandi við neyzlu ógerilsneyddrar mjólkur, sem
héraðslæknir lét rannsaka og síðan banna sölu á, er hún reyndist
sýkt af saurgerlum, anaérob og haemolytiskum streptokokkum, enda
fór faraldur þessi hratt rénandi upp úr áramótum.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl. .. 212 21977 1301 5326 157 9670 625 12969 1949 863
Dánir .. 5 87 >> 27 2 38 2 36 4 99
Þegar sleppt er að því er virðist skýrt aðgreindum faraldri í
Akureyrarhéraði í febrúarmánuði og e. t. v. í Patreksfj. í júlí, er mjög
vafasamt, að skráð inflúenza hafi í raun og veru verið inflúenza, og
i'Uglast nú i fyrsta sinn um langt árabil (síðan 1928), að landsfaraldur
sé að inflúenzu annað hvert ár.