Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 77
75
trophia tonsillarum 70, sjón ekki fullkomin 23, heyrnardeyfa (annað
eyrað) 5, blepharoconjunctivitis 4, strabismus 4, eineygt 1, morbus
cordis congenitus 1, poliomyelitidis sequelae 1.
Kleppjárnsreykja (99). Lús og nit með langminnsta móti. Heilsu-
far gott.
Búðardals (99). Hálseitlaauki 10, kokeitlaauki 9, rachitis 2, sco-
liosis 3, tannskemmdir 49. Heilsufar skólabarna yfirleitt gott.
Reijkhóla (39). Heilsufar skólabarna yfirleitt gott. Allmörg með
hálseitla og kokeitla og fáein með nefeitla. Aðrir kvillar færri en í
fyrra. Blepharitis 3, sjóngalli 1 (gleraugu).
Bíldudals (61). Af 77 skólanemendum (16 unglingaskólanemendur
meðtaldir), er skoðaðir voru, höfðu 64 tannskemmdir, lús eða nit 15,
scoliosis levi gr. 7, hypertrophia tonsillaris 23, adenitis colli 5, catarr-
lnis resp. ac. 3, urticaria 1, fibromata dorsi 1, verrucae manus 1,
blepharitis 1, dvergvöxt 1.
Flateyrar (161). Heilsufar skólabarna yfirleitt gott. Á Flateyri
voru börnin þrifleg og vel útlítandi að holdafari og klæðnaði. Óþrif,
lús og nit voru með minna móti, en tannskemmdir miklar. 1 barni
var ekki leyfð skólavist vegna coxa plana. I Súgandafirði var heilsufar
barnanna yfirleitt gott, en þó lakara en á Flateyri. Bar þar meira á
vanþroska í börnunum, einkum piltum. Lúsin veður þar uppi að
vanda, og' mörg' börnin voru óhæfilega óhrein. 1 sveitinni var heilsu-
far barnanna gott, en óvenju mikið um lús, einkum í botni Önundar-
tjarðar. Auk lúsar og tannskemmda vegatationes adenoideae 28,
hypertrophia tonsillarum 25, adenitis colli 4, scoliosis 6, pes planus
2, conjunctivitis 4, hernia inguinalis 2, sequelae poliomyelitidis ant.
acut. 2, morbus cordis 1, retentio testis 2.
ísafj. (500). Það er alhyglisvert, að meðal 1228 skólanemenda
(framhaldsskólanemendur meðtaldir) í ísafjarðar-, Ögur- og Hesteyr-
arhéruðum fannst enginn kláðagemlingur, og var þó vandlega eftir
leitað. Mest bar á tannskemmdum, og illa gengur að útrýma lúsinni,
þrátt fyrir D.D.T., sein tekið var í notkun á árinu. Af öðrum sjúk-
dómum var einna mest áberandi naflatog, sérstaklega meðal barna
á ísafirði. Annars var heilbrigði barnanna með bezta móti, og var engu
barni vikið úr skóla vegna veikinda.
Ögur (69). Lúsin með minnsta móti og tannskemmdir minni en
áður. Nærri 50% barnanna í sveitaskólunum með allar tennur heilar.
Heilbrigði skólabarna yfirleitt með allra bezta móti.
Hcsteyrar (60). Eins og áður er lúsin í algleymingi og tannskemmdir
mjög tíðar. Naflatog' 2, kok og hálseitlaauki 3, intelligens mjög bág-
borinn 2, pes planus 1.
Árnes (68). Heilsufar má teljast sæmilegt. Milcið er þó um tann-
skemmdir, lús og einkanlega nit í hári. Flest börn koma kembd og
þvegin til skoðunar, en nitin situr eftir. Fólk heldur börn sín óþrifa-
laus, ef lúsin er kembd úr hárinu, þó að hárið sé morandi i nit. Lúsa-
meðul mikið notuð í skólanum með sæmilegum árangri, en þegar
liörnin fara lieim um helgar, sækir alltaf í sama horf. Ef til vill lagast
þetta við notkun nýrri og kröftugri lyfja. Sjóngalla höfðu 21, heyrnar-
öeyfu 2, hálseitlaþrota 22, kokeitlaauka 18 og hryggskekkju 17.