Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 123
121
höfðu smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 928. Röntgenmyndir
2. Hrákarannsóknir 15. Blóðsökksrannsóknir 164. Loftbrjóstaðgerðir
77 á 8 sjúklingum.
Ungbarnavernd. Var ekki rækt á tímabilinu 1. júlí—15. októ-
ber vegna þess, að hjúkrunarkonu vantaði. Nýjar heimsóknir 205;
endurteknar heimsóknir 173. Hjúkrunarkona fór í 216 vitjanir, að-
stoðaði lækna stöðvarinnar við ungbarnaskoðun og annaðist ijósböð
191 barns. Ungbörn undir eftirliti stöðvarinnar um árarnót 164.
E f t i r 1 i t m e ð barnshafandi k o n u m tvisvar í mánuði.
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsreijkja. Sjúkrasamlög tóku til starfa á árinu i 4 hrepp-
um, Reykholtsdal, Norðurárdal, Hvítársíðu og Skorradal.
Ólafsvíkur. Sjúkrasamlag tók til starfa í Breiðuvíkurhreppi 1.
október. Hjúltrunarfélag Ólafsvíkur starfar og á noltkra upphæð í
sjóði (rúmlega 4 þúsund krónur). Stofnað var sjúkrasamlag Nes-
lirepps ytra á Hellissandi, og hófst iðgjaldagreiðsla 1. júní, en til starfa
tók samlagið ekki á árinu.
Stykkishólms. Sjúkrasamlög stofnuð á árinu í Stykkishólmi og
Miklaholtshreppi.
Reykhóla. Fyrirskipuð atkvæðagreiðsla uin sjúkrasamlög, sein
l'ram skyldi fara í öllum hreppum sumarið 1944, var framkvæmd í
2 hreppum héraðsins. í Geiradalshreppi var sjúkrasamlag fellt. í Gufu-
dalsshreppi var þátttaka ónóg. I Reykhólahreppi fór engin atkvæða-
greiðsla fram. 1945 var atkvæðagreiðsla endurtekin í Gufudalshreppi.
Var þátttaka mjög lítil og ágreiningur um úrslit. 1 Reykhólahreppi
lór atkvæðagreiðsla fram og var neitandi.
Flateijjar. Sjúkrasamlag stofnað i Flatey á síðast liðnu ári. Ið-
gjaldið er 3 krónur á mánuði.
Patreksfj. Frá 1. júlí hafa sjúkrasamlög starfað á Patreksfirði og
í Tálknafjarðarhreppi. Sú starfsemi er, eins og- vænta má, á tilrauna-
stigi enn þá. Iðgjöldin hafa verið 7 kr. á mánuði á Patreksfirði og 5
kr. á mánuði í Tálknafirði. Ég held, að fólk sé undantekningarlítið
ánægt með þetta fyrirkomulag, en mér finnst að meðalakvabb og erill
lijá lækni hafi mikið aukizt við þetta, og er sumt að ástæðulausu,
en erfitt við að sporna.
Flateyrar. Hjúkrunarfélag er ekkert í héraðinu, en hjúkrunar-
kona er starfandi á Suðureyri á vegum hreppsins, eins og í fyrra.
Heilsuverndarstöð er engin, en haft er eftirlit með heilsufari og lifn-
aðarháttum fólksins eftir föngum, og allir, sem grunsamlegir geta
talizt, eru sendir heilsuverndarstöðinni á ísafirði til gegnlýsingar.
* Suðureyrarhreppur á Ijósbaðalampa, sem er nokkuð notaður við
veikluð börn, en stundum með eftirgangsmunum. Á Flateyri starf-
rækir Minningarsjóður Maríu Össurardóttur Ijósböð undir umsjá
héraðslæknisins á sama hátt og undanfarin ár. Konum er leiðbeint
um mataræði og lifnaðarháttu um meðgöngutímann og þess óskað,
að þær komi til skoðunar á síðustu vikunum og oftar, ef eitthvað á
bjátar. Þetta mætti tregðu í fyrstu, en færist smám saman í rétt liorf.
Sjúkrasamlög eru nú starfandi í öllum hreppum héraðsins. Þeim var
1C
*