Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 72
70
þeir hafa verið að saga í sundur sviðahausa, sem oft er farið að slá
í. Hefur sjúkdómurinn reynzt þrálátur mjög á sumum, komið í 3—4
fingur sömu handar.
17. Furunculosis, panaritia etc.
Flateyrar. Lítið um fingurmein og ígerðir á árinu; skráð eru 11
fingurmein og 14 aðrar ígerðir, engar slæmar.
Bolungarvíkur. Gert að fingurmeinum 22 sinnum.
Hólmavíkur. Mjög algengt. Einkum sjómenn.
Hvammstanga. Panaritia 7, furunculosis 5, abscessus mammae 1,
bursitis praepatellaris 1.
Ólafsfj. 10 sjúklingar skráðir með kýli. Fingurmein fengu 21, ekkert
illkynjað.
Vopnafj. Abscessus 5, furunculus 26, panaritium 10, tendinosum 1,
parulis 1.
Nes. Yfirleitt talsvert minna um fingurmein á seinni árum en áð-
ur var. Nú aðeins 3 paronychia, 3 subcutanea og 1 subunguale.
Búða. Fingurmein mjög tið. Tilefnið oftast krókstungur, smáskein-
ur og skurðir.
Djúpavogs. Furunculosis 5, panaritia ,7, carbunculi 2, abscessus 2.
Hafnar. Á vertíð er „gullöld" fingurmeinanna, en siðustu 3 ár hef
ég ekki rekizt á neitt verulega slæmt.
Vestmannaeyja. Með minna móti i ár um ígerðir og fingurmein.
Panaritia tendinosa & ossium mjög fátið seinni árin, sjást varla, sam-
an borið við það, sem áður var.
18. Gangraena senilis digiti pedis.
Sauðárkróks. Kona á áttræðisaldri var skorin og batnaði.
19. Granuloma.
Kleppjárnsreykja. Aðeins 1 tilfelli.
Sauðárkróks. Kemur talsvert fyrir eftir sláturtíð á haustin.
Grenivíkur. 1 tilfelli.
Húsavikur. Taisvert, eins og vant er, mest þó í sláturtíð og ætið í
sambandi við horn eða f járhúsgarða.
Þórshafnar. Nolckur tilfelli í sláturtíðinni. Penslun með sol. cbromi
trioxydi 10% reyndist vel.
Vopnafj. 5 tilfelli.
Djúpavogs. Óvenjumilcið bar á sjúkdómi þessum i sláturtiðinni.
20. Hypertensio arteriarum.
Hafnar. 1 maður á Mýrum, rúmlega tvítugur. Hann er þó fær til
flestrar vinnu.
21. Idiosyncrasia.
Djúpavogs. 1 tilfelli af oedema angioneuroticum. Orsök óþekkt.
Hafnar. Mikið ber á allergiskum sjúkdómum hér, svo sem asthma
bronchiale, urticaria (og eczemata).