Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 229
227
fyrir sjúklinga, t. d. fyrir þá sjúklinga, sem nauðsyn ber til að ein-
angra vegna smithættu frá þeiin.
Loks vil ég geta þess, sem er athugandi í þessu sambandi og yfir-
læknirinn hefur rætt við mig, að horfið yrði að því, eftir erlendum
fyrirmyndum, að ráðstafa þar til völdum, króniskum, rólegum, geð-
veikum, en vandræðalausum sjúklingum til heimilishjúkrunar á góð-
um heimilum. Yrði þetta gert fyrir tilstuðlan og á kostnað hins opin-
bera, svipað og sjúkrahúsvistin, enda sjúklingarnir og aðbúð þeirra
á heimilunum undir stöðugu eftirliti geðveikrahælisins. Helzt kynni
að mega draga í efa, að völ yrði á svo mörgum hæfum heimilum, er
þetta vildu taka að sér, í nægilegri grennd við geðveikraliælið, að veru-
lega munaði, en ef svo væri, er enginn vafi á því, að með þessari til-
högun gæti aðbúð inargra sjúklinga orðið mannúðlegri en sífelld inni-
lol ;un á geðveikrahæli, kostnaður til stórra muna minni af fram-
færslu þeirra og ýmsum heimilum þó jafnframt orðið verulegur
styrkur að þessari atvinnu, en sjúkrarúmin á geðveikrahælinu nýtt-
ust þá hetur fyrir þá geðveiku sjúklinga, sem á hælum verða að vera
og geta ekki verið annars staðar.
Hér með er jafnframt svarað bréfi ráðuneytisins, dags. 14. þ. m.,
viðvíkjandi fyrirspurn á þingskjali 55, sem nú hefur verið borin fram
á alþingi. Fylgiskjölin, sem því bréfi fylgdu, endursendast.
Um nauðsýn á að hefjast handa um að reisa nú þegar hina
fyrirhuguðu órólegu deild á Nýja Kleppi.
Bréf landlívknis til dómsmálaráðuneytisins 16. ágúst 1938.
Eins og heilbrigðismálaráðherranum er kunnugt, virðist útséð um,
að rýma megi til á geðveikrahælinu á Kleppi með því að fá fleiri geð-
veikum sjúklingum rúm í ónotuðu húsrúmi Holdsveikraspítalans í
Laugarnesi. Liggur þá fyrir að sjá önnur ráð til að leysa þau almennu
vandræði, sem mönnum víðs vegar um land stendur af því, að ekki er
unnt að fá sjúkrahúsvist fyrir geðveika sjúklingaogþásérstaklegahina
órólegustu þeirra, sein auk óhóflegs kostnaðar við þá (jafnvel svo að
numið getur á annað hundrað krónum á sólarhring fyrir einn ein-
asta sjúkling) eru plága, ekki aðeins á heimilum sínum, heldur jafn-
vel á heilum byggðarlögum, þar sem þeir æða um, eirandi engu, að
því ógleymdu, hversu batahorfur skyndilega brjálaðs fólks verða vafa-
samari fyrir það, að ekki er unnt að koma þeim þegar til viðeigandi
hjúkrunar á geðveikrahæli.
Ég sé ekki, að úr þessum vanda verði leyst á annan viðunandi
hátt en þann að byggja nú þegar hina löngu fyrirhuguðu órólegu
deild við nýja spítalann á Kleppi, er rúmi 30—40 óða sjúklinga, og
vísa ég til fyrri bréfa minna um þetta el'ni (sbr. bréf, dags. 19. marz,
og bréf, dags. 13. apríl þ. á.). Með því væri gripið á kjarna málsins,
sem mestu varðar að fá leystan, að sjá hinum óðustu sjúklingum,
þeim, sem mestan usla gera úti í byggðum landsins, fyrir ákjósan-
legum samastað, en jafnvel þótt gengið hefði að óskum að rýma til á
Nýja Kleppi, með því að taka nokkru fleiri rólega sjúklinga þaðan og