Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 100
98
hæðir á hæð; hann hrapaði niður og hlaut marga áverka). Distor-
siones 6. Combustiones 12 (flestar II. stigs). Morsus canis 2. Corpora
aliena oesophagi 3, c. a. nasi 1, c. a. corneae 3, c. a. digiti 2 (tréflís og
öngull), c. a. conjunctivae 8 (þar af einu sinni gall, benzín, vítissódi,
brætt blý).
Dalvikur. Dauðaslys voru ekki á árinu, en stappaði nærri nokkr-
um sinnum. Hér skulu nokkur nefnd, tildrög þeirra og' afdrif. Tvit-
ugur maður stóð í áhorfendahópi of nærri kúluvarpara, er mistókst
kastið. Kúlan kom á v. eyra og reg. temporalis unga mannsins, svo
að hann steinlá. Hauskúpubrot, heilahristingur, blæddi út um eyrað
í tvo sólarhringa. Hinn slasaði raknaði úr.rotinu eftir nokkrar mín-
útur, og virðist svo, að hann muni ná sér eftir liög'gið. Einkenni eru
horfin, önnur en suða fyrir eyranu, þrálát og hvimleið, en fer
smáminnkandi, og telur hinn slasaði sig vinnufæran. Trésmiður, 27
ára gamall, féll úr 5—6 metra hæð gegnum hlöðuþak og niður á
gólfið. Hafði staðið á asbestþakplötu rifflaðri, er brotnaði undan
honum. Moldargóifið hafði verið nýlega sléttað og var því sæmilega
mjúkt, eftir því sem um er að gera. Mun maðurinn hafa komið niður
á bakið og herðarnar. Hafði hann hvergi skrámur né útvortis áverka.
Heilahristingur, hryggbrot (compressionsbrot á tveim liðum). Slysið
varð 8. október, og var hinn slasaði fluttur í sjúkrahús nokkrum
dögum síðar. Á gamlárskvöld var hann fær um að fá sér snúning.
Tvítugur maður stóð, ásamt fleiri farþegum, um borð í skipi, er var
að leggjast að bryggju í Hrísev. Alda reið undir skipið. Stríkkaði þá
snögglega og mikið á grastóinu (sic), er lá í járnkefa á lunningunni.
Hrökk kefinn í sundur um miðju, og þeyttist þá hinn lausi hluti
hans, líkt og ör af bogastreng, yfir skipið. Sending þessi, sem mun
hafa verið 3—4 kg þungt járn, snart fyrst bak á sjómanni, er stóð
á þilfari skipsins, en sentist síðan á höfuð unga mannsins. Rothögg,
heilahristingur, sár á v. gagnauga. Hinn slasaði hefur náð sér að
mestu. Sá, er fyrr varð fyrir járninu, varð fyrir allmiklu hnjaski, en
er þrekmenni, komst óstuddur heim til sin og jafnaði sig á nokkrum
dögum. Lildegt er, að allt höggið hefði riðið hinum slasaða manni
að fullu. Kona, 46 ára, fótbrotnaði á síldarplani: H. fótur klemmdist
milli planrandar og bíls (Potts fracture). Kona, 57 ára, handleggs-
brotnaði, er sonur hennar brjálaður lirinti henni, svo að hún féll við,
fract. humeri sin. Fract. radii tvisvar, á skóladrengjum, claviculae
einu sinni á smástrák, liðhlaup í litlum liðum nokkrum sinnum.
Mörg smærri slys, sem ekki þykja í frásögur færandi.
Akureyrar. 3 dauðaslys urðu á árinu: 1) Karlmaður, sem var að
vinna hjá rafveitu Akureyrar, féll í Glerá með þeim hætti, að fjöl í
vinnupalli hrotnaði. GJerá var í svo miklum vexti, að maðurinn barst
nolikur hundruð metra niður með henni, niður á svokallaðar Gler-
áreyi’ar, áður en til hans náðist, og var hann þá drukknaður. Tólíst
ekki að lífga hann við þrátt fyrir langvarandi tilraunir. 2) Piltur, 18
ára gamall, var með jafnaldra sínurn á rjúpnaveiðum, og hljóp þá
skot úr byssu hans. Lenti það í höfðinu, og var hann þegar örendur.
3) 19 ára piltur var að moka sandi á bílpall, er bakki sandgryfjunnar
hrundi ofan á hann; fékk hann við það höfuðlcúpu- og lærbrot og