Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 91
89
fósturlát, en læknir var einu sinni sóttur vegna abortus, sem áreiðan-
lega var ekki provocatus. Allmargir nota smokka og patentex til tak-
markana barneigna.
Flateyrar. Kona fékk prae-eclampsia nokkuð snemma á meðgöngu-
tímanum, en vitjaði ekki læknis, fyrr en allt var komið í óefni. Hugð-
ist hún lækna bjúginn að ráðum einhvers fúskara, sem ég félck aldrei
að vita, hver var. Þegar svo ekkert dugði og mín var vitjað, hafði
hún blóðþrýsting yfir 200 mm, bullandi albuminuria og mikinn bjúg.
Eg sendi hana samdægurs á spítalann á ísafirði, og þar lá hún all-
lengi og dó úr eitruninni skömmu eftir að hafa fætt. Herbalistar
virðast þrífast hér enn og hjálpa fólki á dularfullan hátt, en oft með
miður æskilegum árangri. Vitjað 11 sinnum til fæðandi kvenna. í
l'Iestum tilfellunum var ekkert að, aðeins óskað eftir devfingu. 33
ára multipara fékk allmiklar eftirblæðingar. Þegar ég kom þangað
um 2 tímum eftir fæðinguna, var hún orðin allblædd, og blæddi
stöðugt. Ég þrýsti út úr uterus allstóru coagulum, sem var þar, gaf
síðan pitúitrín, og blæðingin hætti. 42 ára multipara í Súgandafirði
hafði glímt við fæðingu langt á annan sólarhring. Þegar þangað kom,
reyndist aðburður og allt í lagi, nema hríðirnar. Hún fékk pitúitrín
og deyfingu og fæddi fljótt og vel. Mín var tvívegis vitjað til yfirsetu
vegna forfalla ljósmóðurinnar. Hún eignaðist sjálf harn, og önnur
íæddi skömmu seinna. 2 börn dóu slcömmu eftir fæðingu, annað úr
morbus cordis congenita, hitt úr sepsis. Ljósmæður geta ekki fóstur-
láta í skýrslum sínum, en þau urðu 6 á árinu. Multipara, 42 ára, lét
2% mánaðar fóstri. Blæddi mikið, og var gerð evacuatio uteri. Multi-
para, 40 ára, í Súgandafirði lét 2 mánaða fóstri, og blæddi töluvert.
hegar ég kom þangað, var blæðing rnikið minnkandi, uterus tæmdur
bimanuelt, pitúitrín gefið, og dugði það. Hin tilfellin þurftu engrar
lijálpar með. Engin kona fékk hita í sængurlegu eða eftir fósturlát.
ísafí. Alls fæddu 106 konur í héraðinu 107 börn lifandi. Þess utan
fæddust 2 börn andvana. Læknir var viðstaddur 73 fæðingar, oftast
aðeins til að deyfa í kollhríð. Þrisvar varð þó að leggja töng á vegna
sóttar- og þróttleysis konunnar. Einu sinni var gerð sectio caesarea
vegna eclampsia. Konan dó, en barnið lifði. Fósturlát 5.
Ogur. Læknir viðstaddur 4 fæðingar af 18 alls í héraðinu, öll skipt-
in vegna léttra fæðingarerfiðleika, sem greiddust, er gefið var pitúi-
trín. 1 kona fékk létta barnsfararsótt. Fa'ðing hafði gengið vel, ekk-
ert aðgert. Læknir ekki viðstaddur. Konunni batnaði fljótt og vel
við súlfalyf. Öðrum konum og börnum heilsaðist vel.
Hesteyrar. Engin fæðing í héraðinu. Konur ólu börn sín á ísafirði.
Árnes. Tvisvar vitjað vegna fæðinga. Bæði skiptin eðlileg fæðing,
og deyfði ég aðeins konurnar. Ljósmæður geta ekki um fósturlát í
skýrslum sínum.
Hólmavikur. Vitjað oftast til að herða sótt og devfa. Föst fylgja
einu sinni. Ruptura perinei 1. Haemorrhagia post partum 1. Algert
sóttleysi einu sinni. Fæðing búin að standa lengi. Dregið af konunni.
1 svæfingu gerð vending og framdráttur, en gekk seint og illa. Barnið
fæddist andvana. Viðstaddur 2 fósturlát, annað 28 vikna. Fæddist
með lífsmarki — lifði í % tíma. Hitt var abortus incompletus, sendur
12
L