Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 139
137
og nankinsföt við vinnu, og finnst mér fólk ganga yfirleitt hreinlega
til fara. Ullarnærföt notuð í sveitunum. Kvenfólk notar yfirleitt silki-
sokka eða baðmullarsokka, en alls ekki sokka úr íslenzkri ull, nema
þá helzt til afdala, og' skal ég alls ekki lá því það, þvi að íslenzku
ullarsokkarnir, eins og ég hef séð þá hér, standast alls ekki saman-
burð við hina lipru og' snotru silkisokka, nema hvað hlýindi snertir.
Börn ganga aftur mikið í ullarnærfötum og ullarsokkum. Annars
virðist mér, eins og ég' hef bent á áður, að börn séu ekki nógu vei
klædd á veturna, og yfirleitt of litill munur gerður á árstíðum í því
efni. Veldur því víða barnamergð og fátækt. Alls konar gvimskó-
fatnaður er hér mikið notaður. Skortur er mikill á nýmeti, einkum
til sveita. Sjávarþorp, eins og Djúpavogur, hafa þar betri aðstöðu, því
að nýjan fisk er hægt að fá þar allan ársins hring. Grænmetisrælct
er sama sem engin fyrir utan kartöflur og' rófur, og er þó frekar
lítið ræktað af hinum síðarnefndu, mest, að ég hygg, vegna kálmaðks,
sem eyðileggur uppskeruna.
Breiðabólsstaðar. Nýmeti, fryst kjöt og nýr fiskur, er undantekning
á borðum fólks, en saltað og reykt kjöt og saltfiskur algengasta
fæðan. Að sumrinu veiðist hér þó talsvert af sjógengnum silungi,
feitum og' stórum, og bætir það nokkuð úr nýmetisskortinum. Vegna
rúmleysis í frystihúsinu á Klaustri gengur mönnum erfiðlega að fá
þar geymt kjöt eða fisk, þó að margir hafi áhuga á því. Ég hef
stungið upp á því við ýmsa hér, að þeir kæmu sér upp frystiklefum
til heimilisnotkunar, þar sem aðstæður væru góðar, rafmagn eða
vatnsafl fyrir hendi, og gætu þá nokkur heimili verið í félagi um
klefa. Kostnaður við að koma upp slíkum klefum er ekki mikill,
og nú fást kælivélar af ýmsum stærðum, sem vera munu mátulegar
i slíka klefa.
Eyrarbalcka. í báðum þorpunum er allmikil mjólkurframleiðsla og
mikil mjólk seld út úr kauptúnunum til Mjólkurbús Flóamanna, auk
þess sem hún er seld manna á milli. Meðferð á henni er góð og all-
víðast sæmilegt hreinlæti í fjósum og um meðferð mjólkur. Þar sem
kúaeign er hér almenn, mætti ætla, að manneldi væri hér í góðu lagi,
en ekki veit ég, hversu nærri menn ganga sér í mjólkursölunni. Til
bóta og hagræðis í matargerð má nefna nýtizku hraðfrystihús í báð-
um kauptúnunum.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Flateyrar. Mjólkurframleiðsla fer ört vaxandi hér í Önundarfirði,
og er mikill hluti mjólkurinnar fluttur til ísafjarðar. Kúm hefur
fækkað mikið hér í þorpinu síðast liðin 2 ár, og hafa þær orðið að
þoka fyrir sauðkindinni. Veldur þessu aukin peningavelta og vaxandi
kvenmannsekla. Enginn fæst til að mjólka. Ég vildi koma i veg fyrir
þetta og láta skipuleggja búpeningsrækt þorpsbúa þannig, að þeir
yrðu aftur sjálfum sér nógir um mjólkurframleiðslu, en fékk kaldar
viðtökur, því að ástin á sauðkindinni er mikil, og sækist sér urn líkt.
í Súgandafirði er hörmulegt mjólkurleysi enn þá, og virðist ekkert
vera gert til að bæta úr því.
18