Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 227
I. Geðveikraspítali.
Um aukið sjúkrahúsrúm fyrir geðveikt fólk.
Bréf landlæknis til dómsmálaráðuneytisins 19. marz 1938.
Með bréfi ráðuneytisins, dags. 21. janúar þ. á., var óskað um-
sagnar minnar um þingsályktunartillögu, er samþykkt var á síðasta
aiþingi um aukið sjúkrahúsrúm fyrir geðveika menn. Erindi þetta
sendi ég til umsagnar yfirlækninum á Nýja Kleppi, sem hefur ritað
mér bréf það um málið, dags. 12. f. m., sem ég legg hér með í afriti.
í þessu bréfi sínu setur yfirlæknirinn frarn þær kröfur um sjúkra-
húsrúm fyrir geðveikt fólk, að hann rnundi telja þörfum algerlega
fullnægt, ef uppfylltar væru. En til þess telur hann þurfa að bæta
við þau 80 sjúkrarúm, sem nú eru á nýja Kteppi, og 50 rúm á Gamla
Kleppi, hvorki meira né minna en 240 nýjum sjúkrarúmum.
Nú er það svo í heilbrigðismálum sem öðrum málum, að erfitt er
að fullnægja hinum ýtrustu kröfum, og því miður er svo ástatt, að
ekki er eingöngu vant viðbótarsjúkrarúma fyrir geðveika menn. Mikið
vantar þannig á, að nægilegt rúm sé til á almennum sjúkrahúsum
tii að fullnægja þörfum og eftirspurn, og fyrir berklasjúklinga vantar
svo tilfinnanlega sjúkrahúsrúm, að til stórra vandræða horfir.1) Og
þó að ekki sé litið út fyrir þarfir þjóðfélagsins fvrir aukið rúm á
sjúkrahúsum, er vist um það, að miðla yrði getunni á milli þarfa
hinna ýmsu sjúklinga, áður en fullnægt væri öllum þörfum sjúldinga
með eina tegund sjúkdóma.
Með tilliti til vistunar geðveikra sjúklinga á geðveikrahælum er
allra tilfinnanlegast að geta ekki tafarlaust tekið við óðum, óviðráð-
anlegum sjúklingum. Undan þeirri kvöð getur þjóðfélagið ekki vansa-
laust vikið sér. Er ekki ofsagt af þeim hörmungum sjúklinganna
sjálfra og aðstandenda þeirra, svo og óheyrilegum kostnaði, sem
leiðir af því að þurfa að sinna slíkurn sjúklingum utan þar til gerðra
sjúkrahúsa. Þegar hið opinbera reisir geðveikrahæli, þarf það því að
ganga fyrir öllu — að annarri nauðsyn ógleymdri — að geta veitt tafar-
laust viðtöku hinum óðu sjúklingum. Og að vísu hefði það átt að
vera hægt hér á landi, þar sem þó er geðveikrahæli fyrir 130 sjúk-
linga. Var það furðuleg blindni eða hirðuleysi um nauðsyn alþjóðar
að þessu leyti, þegar Nýi Kleppur var reistur og ráðgert hafði verið,
að hann yrði í 3 deildum, að sleppa einmitt þeirri deildinni, scm sízt
mátti bíða: deildinni fyrir hina órólegustu sjúklinga.
1) Á þcssu hefur orðið sú lu’eyting, að vér megura nú hcita vel settir með tilliti
til rýmis í sjúkrahúsum fyrir herklaveika, og aðaiiega fyrir hið gleðilega tákn
timanna, hve mjög hefur dregið úr berklasýkingu hin síðari ár.
29