Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 101
99
lézt af þessum sökum í sjúkrahúsi Akureyrar ca. 2 tímum síðar.
Ö sjálfsmorð voru framin á árinu: 1) 17 ára piltur skaut sig í höfuðið
og var þegar örendur. 2) 39 ára kona fleygði sér út af bryggju hér
og drukknaði, áður en tækist að bjarga henni. 3) 74 ára kona drekkti
sér í smálækjarsprænu í Möðruvallasókn og fannst þar örend eftir
að hafa legið 2—3 klukkustundir í læknum. Fract. columnae 1,
cruris 1, humeri 1, antibrachii 2, tibiae 1, radii 12, scapulae & anti-
brachii 1, costae 10. Allmikið hefur verið um brunasár og skurðsár
og mar, en engin þessara slysa hafa getað talizt meira háttar slys. Ungur
maður, sem var við hlöðubyggingu, datt ofan af vegg og lenti á staur,
er stóð þar við vegginn. Við fallið fór staurinn í gegnum scrotum og
kom út um lnið magálsins rétt neðan við nafla. Er ég kom til sjúk-
lingsins, hafði hann verið lagðnr í rúm, og sá ég við skoðunina, að
testis lá úti. Ég tróð þá testis inn, batt til bráðabirgða um sárið og
flutti sjúklinginn með mér á Sjúkrahús Akureyrar. Þar var hann
þegar tekinn til meðferðar og sárið hreinsað eftir föngum, en í því
voru alls konar óhreinindi, svo sem steypumolar, hár o. s. frv. Eftir
að sárið hafði verið hreinsað, eftir því sem kostur var á, var stráð í
það ríkulega af súlfadufti og skilið eftir smádren inni, síðan öllu
lolcað nema neðra enda sársins, þar sem drenið stóð út. Sjúklingurinn
fékk aðeins smávægilegan hita næsta dag á eftir, en útskrifaðist af
sjúkrahúsinu að 3 viknum liðnum næstum albata.
Grenivíkur. Engin stór slys, en töluvert af smærri meiðslum.
3 Roskin kona datt á hálku, lenti á veggbrún með ennið og hjó ca. 4
'in skurð á það. Piltur var á rottuveiðum, missti.stein ofan á fingur
sér og tapaði við það nöglinni. Kona var að leysa hey ofan af hey-
slabba, rann ofan af honum, en kústur reis upp við hann, og lenti
kústskaftið milli fóta konunnar og inn í vagina. Tekið hafði verið
móðurlíf úr konunni fyrir fáum árum. Særðist aftari vaginalveggur-
inn rnikið og' blæddi stórum. Tókst bráðlega að stöðva blæðinguna,
og náði konan sér vonum framar fljótt eftir blæðinguna. Maður var
að hjálpa til að koma málningarfati niður í trillubát, varð undir lögg
þess með vísifingurinn, tók af nögl og allt liold af fremstu kjúku.
Drengur, 9 ára, hljóp á gaddavirsgirðingu og reif sig töluvert á auga-
brún og kinn. 4 ára telpa gleypti % þumlunga nagla. Gekk hann
niður af henni eftir 2% sólarhring, og' hafði barnið aldrei nein
óþægindi af honum. 3 ára drengur brotnaði rétt ofan við olnboga.
Vildi slysið þannig til, að faðir hans, sem var á hestbaki, ætlaði að
taka hann á hak til sín, missti af honum, er hesturinn ókyrrðist, svo
að drengurinn datt á handlegginn, og hrökk hann í sundur. Við
hundahreinsun vildi það óhapp til, að einn hundurinn beit mann, er
> hélt honum, illa í þumalfingurinn, en ekkert illt kom þó í sárið. 3
ungmeyjar, 8, 12 og 14 ára, ætluðu að fá sér reiðtúr. Fóru þær allar
á bak sama hestinum, sein er sæmilega viljugur. Þegar þær voru
komnar á bak, tók klárinn sprett, og gátu þær ekki stöðvað hann.
Ultu þær allar af baki. Fékk ein þeirra heilahristing, önnur snerist
um úlnið, en sú þriðja slapp með smáskeinu á höku. Piltur var á
skotveiðuin með riffil. Gleymdi hann honum uppspenntum og hélt
þannig á honum. Hefur hann sennilega eitthvað komið við gikkinn,