Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 113
111
Sléttuhreppur, er nú ljósmóðurlaus, en 2 ljósmæður sitja í Grunna-
vílturhreppi. Engar horfur eru á, að úr rætist fyrir Sléttuhreppi, því
að hreppurinn er nú sem óðast að tæmast af fólki.
Hólmavíkur. Þannig er nú komið, að hér er aðeins ein skipuð Ijós-
móðir í læknishéraðinu. Er hún orðin nokkuð roskin og getur alls
ekki annazt allar þær sængurkonur, sein þarfnast hennar. Þess vegna
eru það hinar og' þessar konur, sem taka á móti sumum börnum, og
láta þær engar skýrslur í té uin það. Gengur því mjög erfiðlega að
liafa uppi á þessu öllu saman, og' stafa aðalvandræðin af hinu áður
sagða. Einnig hefur hér verið prestslaust nærri því heilt ár, og hefur
því ekki verið hægt að styðjast við skýrslur úr þeirri átt. Fékk ég
loks skýrslur frá prófastinum í næsta prestakalli. Ljósmóðirin í
Fells- og Óspakseyrarhreppi hætti störfum seinna part ársins án þess
að láta af hendi nokkrar skýrslur.
Blönduós. Á starfsmannahaldi varð sú breyting, að ljósmæðrum
fækkaði enn. Nesjaumdæmi og Engihlíðarumdæmi hafa verið án sér-
stakrar Ijósmóður undanfarin ár og þau verið lögð undir Ijósmæð-
urnar á Skagaströnd ög Blönduósi. í báðum þessum umdæmum var
of lítið að starfa, og Engihlíðarumdæmi má telja alveg óþarft nii orð-
ið, en hreppsbúar, sem eru haldnir nokkrum stórveldisdraumum,
höfnuðu tillögum mínum fyrir nokkrum árum um sameiningu við
Blönduós, og' fyrir það misstist út úr héraðinu ág'æt ljósmóðir, sem
hefði verið fáanleg til að vera, ef hún hefði fengið hæði umdæmin.
* Um Nesjaumdæmi gegnir öðru máli að því Ieyti, að þaðan er miklu
lengra að sækja, en fólki fækkar þar, og samgöngur batna. Eina
lausnin á opinberu starfsmannahaldi í sveitunum, svo sem við yfir-
setustörf og' kennslu, er það að samfella sveitirnar meira en nú er gert,
i stað þess að láta undan hégómaskap þeirra hreppa, sem umfram allt
vilja hokra sér á einsetukerlinga vísu.
Sauðárkróks. Ljósmóðirin í Miklabæjarhreppi fékk lausn frá störf-
um á árinu sökum heilsubrests. Eru þá 2 umdæmi ljósmóðurlaus, og
eins og er engar líkur til, að ljósmæður fáist til þeirra. Verður því
sama ljósmóðirin að þjóna 3 umdæmum.
Akureyrar. Ólafur Sigurðsson læknir kom hingað frá Ameríku, þar
sem hann hafði dvalizt næstum tveggja ára skeið við framhaldsnám
í lyflæknisfræði. Síðara hlnta ársins starfaði hann hér sein ahnennur
s j úkrasamlagslæknir.
Þórshafnar. Björgúlfur Ólafsson gegndi læknisstörfum i héraðinu
frá 10. júní til 12. júlí.
Egilsstaða. Á þessu ári hefur Fljótsdals- og Hróarstungúhéruðum
verið steypt saman í eitt hérað, Egilsstaðahérað. Engin reynd er enn
» komin á, hversu sú skipun gefst, og það því síður sem læknir hefur
af húsnæðisástæðum eklci setið á þeim stað í hé'raðinu, sem til er
ætlazt, sem sé Egilsstöðum.
Bakkagerðis. Ljósmóðir héraðsins kveðst brátt munu segja af sér,
og hvað tekur þá við?
Segðisfj. 1. október varð aftur ljósmóðurlaust í bænum og hreppn-
um, og síðan hefur engin ljósmóðir fengizt. Ég hef ekki tekið i mál