Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 259
257
staðar holað niður eða ekki, og' eins oft bíðandi þeirra úrslita einna,
að hvergi fáist riim fyrir sjúklinginn. Mér virðist auðvelt að koma
þessu miklu betur fyrir, bæði að því er tekur til þarfa sjúklinga,
Jækna og sjúkrahúsa: Læknavarðstöðin hafi nána samvinnu við
sjúkrahúsin, sem tilkynni henni á hverju kvöldi, hvað mörgum sjúk-
Jingum livert þeirra geti sinnt í neyðartilfellum. Innan skamms veit
Jæknavarðstöðin upp á hár, hve mörgum rúmum hún þarf á að halda
á nóttu, til þess að firrt verði vandræðum. Dettur mér í liug, að til
þess þurfi að jafnaði eklci fleiri rúm en svo, að auðgert væri fyrir
lilutaðeigandi sjúkrahúslækna að haga svo brautskráningu sjúklinga,
að nægur rúmafjöldi yrði tryggður flestar nætur. Þar með væri ör-
yggi feng'ið sjúklingunum, læknum bæjarins sparað mikið ómak með
því að geta fengið allar upplýsingar á einum og sama stað og óþarfa
argi létt af sjúkrahúsum, sem fyrir engu ónæði yrðu þær nætur, er
þau hefðu engum rúmum að miðla, eða eftir að þau væru full-
skipuð.
Ég leyfi mér hér með að heita á stjórn Læknafélags Reykjavíkur
um að Iáta þetta til sín taka. Hef ég þegar rætt við héraðslækninn
í Reykjavík og beðið hann að eiga um það samvinnu við læknafélags-
stjórnina, sem hann er fús til. Fyrir hönd Landsspítalans vil ég heita
því, að því leyti er til ininna kasta keniiu-, að hann taki Ijúflega allri
samvinnu hér að lútandi.1)
Um misnotkun á takmörkuðu rými í sjúkrahúsum.
Bréf landlæknis til Læknafélags Reykjavikur 17. ágúst 1945.
Mikið hefur verið rætt um þrengsli í sjúkrahúsum voruin og hve
erfitt sé að koma þar fyrir sjúklingum jafnvel í brýnustu nauðsyn.
Langir biðlistar á flestum sjúkrahúsum bera vitni um, að þetta er
sizt orðum aulcið. Almennt munu læknar telja, að vér séum að þessu
Jcyti verr settir en nágrannaþjóðinar, sérstaklega Norðurlandaþjóð-
irnar. Marka ég það á því, að á læknaþingi hafa verið dregnar í efa
tölur, sem Hagstofan hefur látið mér í té og bera með sér, að vér
höfum hlutfallslega fleiri rúmum i sjúkrahúsum á að skipa en nokkur
Norðurlandaþjóðanna. Mundi svo enn vera, þó að undan væri fellt að
telja lítið eða alls ekki notuð rúm í smásjúkraskýlum í afskekktum
héruðum, sem fremur eru til vara og öryggis en samfelldrar notkunar,
auk þess sem vannotuð sjúkrarúm munu engan veginn vera óþekkt
J'yrirbrigði annars staðar. Hinu hefur, ætla ég, lítt eða ekki verið
gaumur gefinn, hvort meiri sjúkrahúsvandræði hér en í hinum Norð-
Urlöndunum — ef fyrir hendi eru — megi þá eklci að einhverju leyti
í'ekja til óhagsýnilegrar notkunar vorrar á sjukrarúmunum. Grunar
1) Þessu erindi hefur hvorki veriS sinnt né svarað. Á Norðurlöndum og viðar,
jafnvel þar sem er tilfinnanlegastur sjúkrahússkortur, þykir sjálfsagt og tiltölu-
lega auðgert að koma þeirri skipan á, að í lífshættu- og öðrum neyðartilfellum
megi koma hlutaðeigendum fyrirvara- og tafarlaust á sjúkrahús. Verður það að
sjálfsögðu á kostnað hinna, sem ekkert verulegt eiga á hættu við að bíða sjúkra-
Iiúsvistar, og lengist biðtími þeirra samsvarandi.
33