Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 216
214
berast kærur til úrskurðar. Sorphreinsun var lögð niður, en nefndin
mun beita sér fyrir þvi, að hún verði tekin upp aftur með betra fyrir-
komulagi.
Akureyrar. Fundir haldnir einu sinni í mánuði og oftar, ef sérstök
tilefni eru til. Á árinu 1944 fór héraðslæknir fram á, að heilbrigðis-
nefndarfundir yrðu haldnir hálfsmánaðarlega, en samnefndarmönn-
um hans fannst þess ekki þörf, og' samþykkti meiri hluti nefndar-
innar, að fundir skyldu haldnir mánaðarlega og oftar, ef einhver
sérstök tilefni væru til. Mjög illa hefur gengið að fá menn til að hafa
sæmileg og vel lokuð sorpílát við hús sín, og stöðugt eru kvartanir
um, að ílátin séu ekki tæmd á réttum tíma (þ. e. 1—2 sinnum í viku).
Bæjarstjórn hefur alltaf boðið þetta verk út í ákvæðisvinnu og þá
venjulega tekið lægsta tilboði. í framkvæmdinni hefur þetta fyrir-
komulag reynzt afleitlega, enda mælti bæði heilbrigðisnefnd, héraðs-
læknir og heilbrigðisfulltrúi á móti því, að þetta fyrirkomulag yrði
haft, og lögðu til, að í stað þess að bjóða þetta verk út í ákvæðis-
vinnu, yrðu ráðnir til þess menn sem fastir starfsmenn bæjarins með
föstu mánaðarkaupi. Þessu vildi bæjarstjórn ekki sinna vegna þess,
hversu miklu dýrara það fyrirkomulag mundi reynast en það, sem
áður hefur verið haft. Umgengni um sorphauga bæjarins er stöðugt
afleit, og þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir héraðslæknis og heilbrigðis-
fulltrúa hefur ekki verið hægt að venja fólk af að fleygja alls konar
rusli hingað og þangað um sorphaugana og það á svo marga staði,
að óldeift hefur reynzt að hylja það allt með mold jafnóðum. Bilar
þeir, sem notaðir hafa verið við sorpflutninginn, hafa oftast verið
lélegir og illa lokaðir, því að aðalatriðið fyrir manni þeim, sem fram-
kvæmt hefur verkið, hefur verið að leggja sem minnst í kostnað, svo
að hann gæti fengið sem mest fyrir vinnu sína. Þá eru alltaf á vorin
umkvartanir til héraðslæknis og heilbrigðisfulltrúa vegna mykju- og
taðhauga, sem eru við gripahús sumra þeirra manna í bænum, sem
eiga kýr eða kindur. Að sjálfsögðu er nágrönnum þessara manna
meinilla við að hafa þennan óþrifnað rétt hjá húsum sínum, eins og
oft vill verða, þegar gripir eru hafðir í aðalíbúðarhverfum bæjarins.
Að mínu áliti mun þetta lagast þá fyrst, þegar allt skepnuhald í bæn-
um er bannað, enda hef ég hvað eftir annað sent áskorun til bæjar-
stjórnar um, að slíkt væri gert, en hingað til ekki fengið neina áheyrn.
Ekki hefur bæjarstjórn enn þá fengizt til að samþykkja heilbrigðis-
reglugerðaruppkast það, er ég lagði fram árið 1944, og hafa bæjar-
fulltrúarnir borið því við, að þeir vildu sjá, hvernig tilsvarandi upp-
kast yrði afgreitt af bæjarstjórn Reykjavíkur, svo að heilbrigðissam-
þykktir Akureyrar og Reykjavíkur gætu orðið sem líkastar. Göturyk
er hér alltaf mjög mikið að sumrinu, og gengur heilbrigðisnefnd erfið-
lega að fá nokkuð við því gert, er að verulegu gagn komi. Að lokum
skal það tekið fram, að nú mun svo komið, að flest hús hér í bænum
hafa fengið vatnssalerni, þó að hús finnist að vísu enn, sem hafa ekki
þessi sjálfsögðu þægindi.
Grenivikur. Heilbrigðisnefnd er hér, en hefur ekkert látið til sín
taka á árinu.
Þórshafnar. Nefndin kemur saman einu sinni eða tvisvar á ári og