Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 249
247
kvæmdum ríkisvaldsins eins. Myndarlegt sjúkrahús á Patreksfirði
hefði og þá átt langt i land og á Akureyri sömuleiðis. Sem betur fer
hefur nú linnt kröfum um, að sveitarfélögin segi af sér öllu sjúkra-
húshaldi, og má sín mest, að Akureyringar, sem kröfuharðastir voru
um skeið, virðast hafa sætt sig við þá skipun, sem á er, og vinna nú
að því að koma upp hinu nýja sjúkrahúsi sínu af miklum áhuga og
myndarskap.
6. Um ríkisstyrk til læknisbústaða hefur verið miðað við það, að
opinberir læknisbústaðir væru ekki reistir, nema þar sem þeirra er
óhjákvæmileg þörf, en það er í héruðum, þar sem íbúðarhús geta
elcki að jafnaði talizt útgengileg til sölu við sannvirði. Á slíkum stöð-
um er engin von til, að læknir bindi sig við einkaeign á íbúðarhúsi,
sem væri hið sama sem að gera sig sveitfastan á þeim stað, en slíkt
er nú fjarri óskum manna og aldaranda. Öðru rnáli gegnir um kaup-
staði og aðra hina stærri staði, þar sem íbúðarhús mega ætíð heita
vel seljanleg. Auk þess eru héraðslæknar á slíkurn stöðum að jafnaði
hátekjumenn, sem á að vera færara en flestum öðrum að sjá sér
fvrir þald yfir höfuðið. Fellur nokkurn veginn saman, að á stöðum,
sem eltki telst þörf opinberra læknisbústaða, er þörf sérstakra
sjúkrahúsa. Hef ég því orðað reglu þá, sem l'ylgt hefur verið um
styrkveitingar úr ríkissjóði til læknisbústaða, á þessa leið: Þar sem
styrktar eru sjálfstæðar sjúkrahúsbyggingar, er ekki að vænta styrks
til læknisbústaða. Frá þessari reglu hefur hingað til ekki verið vikið,
enda allir hlutaðeigendur virzt sætta sig vel við, að tveimur stöðum
undanteknum. Frá Patreksfirði og Neskaupstað hafa borizt kröfur
Um styrk til læknisbústaða, aulc þess sem á Patreksfirði hefur verið
nýlokið sjálfstæðri sjúkrahúsbyggingu með styrk úr ríkissjóði, en
Neskaupstaður undirbýr slíka sjúkrahúsbyggingu. Tel ég nauðsyn-
legt, að numið sé staðar, áður en þessuin kröfuin er sinnt.1) Þó að
þær þyki ef til vill ekki skipta miklu, mundi fullnæging þeirra draga
langan slóða. Eflaust kæmu þá fram kröfur um opinbera embættis-
læknisbústaði í öllum lcaupstöðum og öðrum meira háttar stöðum,
sem til þessa hafa ekki látið sér slíkt til hugar koma. Samkvæmt
hinum nýju almannatryggingarlögum stendur til að gera alla sjúkra-
húslækna sveitarfélaga og sjúkrasamlaga að ríkisembættismönnuin.
Mun sá hópur nýrra embættislækna nema nú þegar um 50 og' fyrr en
varir hundrað manns, og ættu allir hliðstæða kröfu á opinberum
embættisbústað sem héraðslæknarnir á Patreksfirði og í Neskaup-
stað, nema fremur væri.
7. Þá er að geta kröfu, sem nú hefur verið borin fram í þings-
ályktunartillögu á alþingi (Sþ., þingskjal 27), um að ríkissjóður kosti
að öllu leyti læknisbústað í tilgreindu læknishéraði, Flateyjarhéraði,
sem ekki hefur tekizt að fá skipað lækni í síðast liðin tæp 5 ár (ekki
í „hartnær áratug“, eins og segir í greinargerð tillögunnar). Ég hygg
ógerlegt að fóta sig á því, að ríkið lcosti að fullu læknisbústaði í
sumum héruðum, en ekki öllum, eftir því hversu gengur að skipa
1) Gegn tillögum landlæknis var greiddur styrkur til læknisbústaðar á Patreks-
firði, og hafði þó verið ráðizt í bygginguna án þess að leita til þess heimildar
fyrir fram.