Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 52
50
ara hlutfall en á síðast liðnu ári (8,3%), hvað sem valda kann. Lægst
hefur það orðið 6,7% (1941).
Skýrslur um berklapróf hafa borizt úr 40 héruðuni, og taka þau
til 21933 manns. Skiptist sá hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0— 7 ára: 6166 þar af jákvæð 179 eða 2,9 %
7—14 —: 12364 — — ' — 1244 — 10,1 —
14—20 —: 2726 — — — 786 — 28,8 —
Yfir 20 —: 677 — — — 332 — 49,0 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1945.
Árið 1945 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röngtenrann-
sóknir) í 16 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 53371 manns á
þenna hátt á öllu landinu, eða 40,8% landsmanna, ef miðað er við
inannfjölda i árslok. Greinasl rannsóknir þessar á eftirfarandi hátt: A
6 heilsuverndarstöðvum voru rannsakaðir 10983 manns, aðallega úr 7
læknishéruðum (Hafnarfjarðarhérað fylgir enn stöðinni i Reykjavík).
Með ferðaröntgentækjum voru rannsakaðir 970 úr 9 læknishéruðum.
Ekkert héraða þessara var heildarrannsakað, heldur var fólk rann-
sakað samkvæmt vali héraðslæknanna (oftast að undangengnu
berltlaprófi). Þá var og skólafólk héraðsskólanna rannsakað, eins og
á undanförnum árum. Heildarrannsókn var framkvæmd á öllum íbú-
um Reykjavíkur á þessu ári. Tók hún alls til 44117 manns, eða 99,32%
þeirra, er boðaðir voru til hennar. Við þessa rannsókn voru aðallega
notaðar skyggnimyndir (Photoröntgenograms). Af þeim, sem komu
til þessarar rannsóknar, voru 2699 rannsakaðir á heilsverndarstöðinni
í Reykjavík, og eru þeir því einnig taldir með þeim, er rannsakaðir voru
á heilsuverndarstöðvum. 1329 þeirra voru boðaðir til stöðvarinnar til
endurtekinnar rannsóknar, eftir að teknar höfðu verið af þeim
myndir, og 1370 voru annað hvort undir beinu eftirliti stöðvarinnar
eða komu þangað lil rannsóknar vegna heildarrannsóknarinnar, og
voru því aldrei teknar af þeim skyggnimyndir. Fjöldi rannsóknanna
er talsvert meiri en fjöldi hinna rannsökuðu, þar eð margir komu
oftar en einu sinni til rannsóknar, einkum á heilsuverndarstöðvarnar.
Námu rannsóknirnar alls á árinu 62562. Árangur rannsókna heilsu-
verndarstöðvanna verður greindur síðar (sbr. bls. 119—121). Af 970,
er rannsakaðir voru mcð ferðaröntgentækjum, reyndust 7, eða 0,7%,
hafa virka berklaveiki. 3 þeirra, eða 0,3%, voru áður ókunnir. Við
heildarrannsóknina í Reykjavík fundust 71 ineð virka berklaveiki.
Voru þeir allir áður ókunnir. Eru það l,6f4 hinna rannsökuðu. Hefur
verið gerð nánari grein fyrir þessari rannsókn í tímaritinu Heilbrigt
líf 1947 og enn fremur í Nordisk Medicin 1947:33:158 og í U. S.
Public Health Reports nóv. 1947. Síðara helming ársins gegndi Jón
Eríkisson læknir aðstoðarlæknisstarfi berklavfirlæknis.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Á þessu ári var, eins og kunnugt er, ráðizt í það stórvirki
að framlcvæma alls herjar berklaskoðun á öllum íbúum Reykjavíkur,
sem voru í ársbyrjun um 46 þúsund, en í árslok um 48 þúsund. Náðist