Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 95
93
Hafnar. Viðstaddur 9 fæðingar. 32 ára primipara eignaðist tví-
bura, fyrst 9 marka stúlkubarn. Fékk sér svo 4 sólarhringa hvild,
en þá kom 12 marka sveinbarn. Mikil ruptura (sphincter ani aðeins
lieill). Suturatio, en taka varð saumana aftur. Allt greri prýðilega
per secundam. 31 árs multpiara fékk mjög mikla eftirblæðingu. Hún
missti meðvitund. Blæðingin stöðvaðist við pitúitrín og ergometrín
í æð. Enginn hefur farið fram á fóstureyðingu við mig. Hér eru notuð
allmikið „praeventiva“, aðallega gynomintöflur, einnig „condomata“,
en sízt „patentex“.
Víkur. Sóttur til konu hér í nágrenninu. Ljósmóðirin, sem er mjög
vel að sér, hafði réttilega greint skálegu. Gerð vending og framdrátt-
ur, og' gekk greiðlega.
Vestmannaeijja. Lækna vitjað til eðlilegra fæðinga til þess að deyfa
síðast í fæðingu, stundum til þess að herða á sótt. Þetta er komið í
tízku hér, og eru læknar viðstaddir meginþorra fæðinga, nema barnið
komi „eins og skot“, eins og fólkið seg'ir. Gerð sectio caesarea á frum-
byrju, 21 árs, vegna framhöfuðstöðu og grindarþrengsla. Konu og l>arni
heilsaðist vel á eftir. Enginn abortus provocatus. Konur láta ekki
eins óhemjulega og óskynsamlega nú og þær gerðu fyrir nokkrum ár-
um, þegar þær verða barnshafandi, og' á betri afkoma sjálfsagt sinn
þátt í því.
Eyrarbakka. Vitjað oftast til þess eins að deyfa konuna, nokkr-
um sinnum vegna sóttleysis. Einu sinni gerð vending á fót og fram-
dráttur. 1 barn vanskapað — mutilationes digitorum manus utrius-
que. Eng'ra fósturláta getið i bókum ljósmæðra.
Laugarás. 14 sinnum vitjað til sængurkvenna, og í 15. skipti ná-
grannalæknis vitjað vegna þess, að ég' var ekki heima. Tilefnin voru
oftast ósk um deyfingu eða lélegar hríðir. 1 skipti tvíburafæðing.
Fyrri tvíburi fæddist sjálfkrafa. Hann var aðeins 1000 g að þyngd,
líflítill og dó undir eins. Seinni tvíburi var í þverlegu. Gerði ég vend-
ingu og framdrátt. Var þetta barn með fullu lífi og þroska. Kona
þessi hafði orðið fyrir slysi sumarið áður, féll af rakstrarvél og hlaut
brot á hryggjarlið og önnur meiðsli. Nokkrar konur létu fóstri.
Um abortus provocatus var ekki að ræða.
Keflavikur. 13 sinnuin vitjað tii fæðandi kvenna vegna venjulegra
aðgerða, saums á ruptura, sóttleysis, svæfingar, fastrar fylgju, tvisvar
sinnum vegna placenta praevia centralis og blæðinga vegna þess,
livort tveggja að næturlagi, annað tilfellið úti á Miðnesi, hitt í Garð-
inum. Héraðslæknir flutti sjálfur báðar konurnar inn í Landsspítala.
Var á annarri gerð sectio caesarea samstundis, og' lifði kona og barn.
Á hinni var gerð vending með framdrætti, og lifði konan, en
barnið dó.