Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 232
230
4) Enn er ótalið það, sem þyngst er á metunum, að fjarlægðin frá
Reykjavík veldur því og er líkleg til að valda því um ófyrirsjáanlega
framtíð, að fyllstu erfiðleikar verða á að fá starfsfólk til hælisins,
helzt aldrei nema til stutts tíma í senn og með afarkjörum. Er ástandið
í þessum efnum svo nú, að á hverjum tíma liggur við borð, að hælinu
verði að loka fyrir starfsfólksleysi, jafnvel án alls tillits til þess, hvaða
kaup er í boði. Hins vegar láta hlutaðeigendur í veðri vaka, að allt
öðru máli gegndi, ef hælið væri í þeirri grennd Reykjavíkur, að þangað
væri auðsótt á milli vinnutíma.
Að þessu athuguðu tel ég mjög vafasamt, að það svaiú tilgangi sín-
um að færa út kvíar fávitahælis á Kleppjárnsreykjum, og er líklegra,
að saman verði að draga þann rekstur sem fyrir er, en við hann verði
aukið.
Vissulega væri æskilegast, að unnt væri að velja hentugan stað fyrir
fávitahæli, helzt á heitum stað í hæfilegri grennd við Reykjavík, og
reisa þar hæli frá stofni. En ljóst er, að það mundi kosta stórfé, sem
ekki er fyrir hendi, og einkum taka langan tíma að koma þvi á þær
laggir, að rekstur gæti hafizt þar. Þolir málið alls ekki því líka bið.
Öðru máli væri að gegna, ef unnt væri að reisa skála í skjóli stofn-
unar, sem fyrir er, eins og á Kleppjárnsreykjum, og bæta svo við húsa-
kynnin smátt og smátt, eftir því sem þörf og eftirspurn eykst, svo sem
hún hlýtur að gera, með því að hin uppvaxandi kynslóð er ekki líkleg
til að sætta sig við það, sem hin eldri hefur furðanlega gert, að annast
fávita sína í heimahúsum. Má á næsta mannsaldri eflaust gera ráð
fyrir ekki færri en 200 fávitum, er nauðsynlega munu þarfnast hælis-
vistar. Fyrstu árin mætti bæta úr brýnustu þörf með því að sjá 40—50
fávitum fyrir hælisvist, þ. e. 20—30 í viðbót við þá, sem nri eru á
Kleppjárnsreykjum, og þegar á þessu ári þarf að vera unnt að taka við
nokkrum erfiðustú fullorðnum fávitum, sem þyngst mæða á aðstand-
endum á heimilum þeirra. Eru þeir aðstandendur oftast gamalt fólk,
jafnvel komið að fótum fram.
Með tilliti til þess, er að framan greinir, hef ég skyg'gnzt eftir mögu-
leilcum á að reisa skála fyrir fávita í skjóli annarrar stofnunar en á
Kleppjárnsreykjum og numið staðar við Kópavog. Tel ég það vel fram-
kvæmanlega bráðabirgðaráðstöfun, og komi jafnvel til greina að
breyta Kópavogi í framtíðarfávitahæli ríkisins, er taki algerlega við
af holdsveikraspítalanum, þegar hann verður óþarfur, sem hann mun
verða eftir örfá ár.
Á Kópavogshæli eru nú 10 íslenzkir sjúkling'ar auk Norðmanns,
sem eflaust hverfur heim til sín innan skamms. Sjúlilingarnir eru
(5 konur: 43, 64, 65, 68, 75 og 81 árs og 4 karlmenn: 44, 63, 65 og 75
ára. Meðalaldur sjúldinganna er því 64,3 ár, og þegar frá eru skildir
tveir hinir yngstu þeirra, 69,5 ár. Er auðséð, að á allra næstu árum
verður svo fátt orðið eftir af þessum sjúklingum, að frágangssök má
telja vegna kostnaðar, og er reyndar þegar orðið, að halda uppi fyrir
þá sérstakri stofnun. Hins vegar er það samvizkupóstur fyrir hið op-
inbera að hrekja þessa krossbera að dauða komna á nýja og þeim
ókennda staði. Væri óneitanlega mannúðlegast að lofa þeim að deyja,
þar sem þeir eru. Svo hafa Norðmenn leitazt við að búa að síðustu