Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 144
142
vel þótt kaup byðist eins hátt og við aðra vinnu. Dæmi eru tii þess,
að stúlkur hafi fengið 1000—1200 krónur á mánuði og allt frítt við
útgerðarstörf. íshúsvinna nálgast alsælu í augum ungu stúlknanna,
og er þeim mun ljúfara að handleika köld þorskflök heldur en ung-
börn.
Grenivíkur. Meðferð góð. Flest börn fá móðurmjólkina, og lýsi er
þeim gefið snemma. Helzt til lítið um útivist ungbarna, enda tíðarfar
oft stirfið, og óttast mæður ofkælingu barna sinna.
Húsavikur. Meðferð ungbarna má teijast í góðu lagi. Flestar konur
hafa börnin á brjósti, að vísu mismunandi lengi, og mér virðist mæð-
ur mjög áhugasamar um að næra börn sín á því, sem þeim er talið
hollast, og reyna að forðast að offita þau. Lýsi er farið að gefa þeim
ungum.
Þórshafnar. Meðferð ungbarna yfirleitt g'óð. Flest börn eru á brjósti
3—5 mánuði, og lýsisgjafir bju-ja snemma.
Vopnafj. Meðferð ungbarna virðist góð. F'lest börn eru lögð á brjóst.
Mæður annast börn sín eftir beztu getu. Þrif og þroski ungbarna í
góðu lagi. Kvillar fátíðir, aðrir en meltingarkvillar og þeir sjaldan
alvarlegir.
Egilsstaða. Börn undantekningarlaust lögð á brjóst, og lýsisgjöf
er nokkuð almenn.
Seyðisfj. Góð yfirleitt.
Djúpavogs. Meðferð ungbarna góð, og flest eru þau höfð á brjósti,
að minnsta kosti fyrst í stað.
Hafnar. Meðferð á ungbörnum allgóð. Þó er fullmikið um pela-
börn.
Vestmannaegja. Brjóstbörnum fer heldur fjölgandi.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Rauðakrossdeild Akraness hefur á undanförnum árum
haft með höndum smíð gufubaðstofu, eftir finnskri fyrirmynd, í sam-
bandi við Bjarnalaug. Var baðstofan fullgerð á árinu og afhent bæn-
um til eignar 14. október. Hún er byg'g'ð ofan á sundlaugarhúsinu,
stærð 7,10X4,40 m, 4 herbergi með vatnssalerni og handlaug.
Ágjafarofn hitaður með rafmagni. íþróttaáhugi virðist vera hér vel
vakandi. Hafa íþróttafélög bæjarins reist myndarlegt iþróttahús, sem
var vígt 3. marz, og töluvert er gert að leikfimisiðkunum karla og
kvenna, eldri og yngri.
Kleppjárnsreykja. íþróttir eru lítið stundaðar nema við skólana
tvo, leikfimi, glima og knattspyrna, og auk þess sund í öðrum þeirra,
Reykholti. Þar eru enn fremur haldin sundnámskeið á hverju vori
fyrir skólabörn víðs vegar að. Útiíþróttir eru iðkaðar nokkuð á vorin,
þó ekki almennt. Vetraríþróttir engar.
Ólafsvíkur. íþróttir lítið stundaðar.
Flateyrar. Áhugi á íþróttum vaxandi, en erfitt á hann uppdráttar
vegna skorts á hæfum kennurum. Að vísu eru hér á ferðinni far-
kennarar í þessari grein og sumir góðir. Þeir tolla stundum rúman