Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 74
n
sem fólki sé að verða það ljóst, að þetta er sjúkdómur. Einstöku fjöl-
skyldur fást til að taka inn lyf við þessu, allir fyrir einn og einn
fyrir alla, og ber það helzt árangur.
Árnes. Ekki svo sjaldgæfur í börnum hér um slóðir.
Hólmavikur. Ekki óalgengur kvilli, einkum í börnum.
Hvammstanga. 3 tilfelli. Batnaði vel við gentianaviolet.
Ólafsfi. 8 sjúklingar skráðir. G(entianaviolet virðist ekki alltaf út-
rýma kvillanum, ef til vill fyrir trassaskap fólks.
Húsavíkur. Mjög algengur og líklega algengari en fólk gerir sér
grein fyrir, því að í miklum hluta þeirra botnlanga, er ég hef tekið,
eru oxyures, þó að sjúklingarnir neiti að hafa orðið þeirra varir.
Egilsstaða, Algengur kvilli, einkum í börnum. Tabl. alumini
subacetatis gefast vel.
Búða. Alltaf nokkur tilfelli.
Hafnar. Maður rekst á þenna kvilla, en ég er sannfærður um, að
hann er tíðari en ætlað er.
Vikur. Nokkur tilfelli.
Vestmannaeyja. Mér virðist minna bera á veikinni en fyrir nokkr-
um árum, og má ef til vill þakka það meira hreinlæti — handþvott-
um -— en áður var.
Eyrarbakka. Algengt í börnum og' jafnvel fullorðnum.
31. Paralysis agitans.
Kleppjárnsreykja. 2 sjúldingar, systkini, öldruð.
ísafj. 3 sjúklingar. 1 dó á árinu.
Ólafsfj. 1.
Búða. 1 kona.
32. Phimosis.
Sauðárkróks. 60 ára maður var skorinn.
33. Rheumatismus.
Ólafsvíkur. Affectiones rheumaticae eru hér mjög algengar og á
mismunandi stigi og koma vafalaust af þrældómi, aðallega í kven-
fólkinu (húsmæðragigtin í hægri öxl og handlegg). Margir karlar eru
og slæmir.
Flateyrar. Margs konar mjóbaks- og spjaldhryggjarverkir og ischias
hafa verið tíðari á síðast liðnu sumri og' hausti hér en nokkru sinni
áður, alls 19 tilfelli, auk alls konar vöðva- og liðaverkja.
Vopnafj. Lumbago 4, rheumatismus musculorum 1.
34. Sclerosis disseminata.
Ísafj. 1 sjúklingur, ungur maður, hefur nú haft veikina í ca. 5 ár.
Vopnafj. 1 tilfelli.
35. Situs inversus.
Sauðárkróks. Ársgömul telpa reyndist vera með situs inversus. Er
hún mjög' framfaralítil, cyanotisk og mæðin.