Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 58
56
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl.. 11 786364511
Dánir . 3 5 7 3 2 6 8 3 5 2
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám, og er
mjög vantalið. Á ársyfirliti um sullaveiki, sem borizt hefur úr öllum
héruðum nema 1 (Bakkagerðis), er getið um 28 sullaveikissjúklinga,
alla með lifrar- eða kviðsulli nema 2, og er annar þeirra með lungna-
sull, en hinn með sull „í hálsi og brjóstholi".
Hér fer á eftir skrá um sullaveikissjúklinga þá, sem skýrt er frá í
ársyfirlitinu:
Rvik, ekki annars staðar taldir: 4 (konur 51, 58, 61 og 76 ára).
Hafnarfj.: 1 (kona 75 ára).
Kleppjárnsreykja: 2 (konur 74 og 86 ára).
Borgarnes: 1 (karl 64 ára).
Þingeyri: 1 (kona, aldur ekki greindur).
Hólmavíkur: 1 (kona 80 ára).
Blönduósi: 1 (karl 50 ára).
Ólafsfj.: 1 (karl 55 ára).
Dalvíkur: 4 (karlar 65 og 76 ára, konur 38 og' 86 ára).
Akureyrar, ekki annars staðar taldir: 1 (karl 66 ára).
Þórshafnar: 2 (konur 34 og 35 ára).
Egilsstaða: 1 (karl 89 ára).
Eskifj.: 1 (kona 72 ára).
Breiðabólsstaðar: 2 (konur 73 og 93 ára).
Vestmannaeyja: 1 (karl 65 ára).
Selfoss: 1 (karl 75 ára).
Keflavikur: 3 (konur 53, 65 og 68 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Skrásettir 7 sjúklingar (enginn á mánaðarskrám), allir yfir
50 ára, hinn elzti þeirra áttræður. Allir með gamla sulli. 1 einum
þeirra, sein dó úr hjartabilun, var sjúkdómurinn aukasjúkdómur. 2
þeirra voru ópereraðir. Annar dó.
Borgarnes. 1 gamall sullasjúklingur fór til Reykjavíkur og var
skorinn þar. Kom heim með fistil síðla árs.
Hólmavíkur. Kona, 80 ára, endurskráð. Gamall lifrasullur. Hefur
verið skorin áður.
Blönduós. Hefur ekki gert vart við sig, en 1 sjúklingur gekk með
fistil eftir sullskurð allt árið.
Ólafsfi. 1 maður skráður, sein raunar er með afleiðingar veikinnar.
Hefur fistil, sem útferð er úr annað slagið.
Húsavíkur. Engan sjúkling hef ég fundið með sullaveiki. Sullir i
fé eru að verða fátíðir, en þó ber alltaf nokkuð á ormum í þörmum
sauðfjár. Hundahreinsanir sæmilega ræktar. Sulla vel gætt við slátr-
un, og eins þarmaorma.