Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 214
212
það bera góðan árangur í svipinn. Eiturtegundir þær, sem notaðar
voru auk blásýruloftsins, voru hið svo kallaða DND-rottueitur og
Zink-phosphid. Óvenju miklar kvartanir undan möl, sem virðist nær
ódrepandi með öðru en blásýrulofti, sem ekki verður komið við í
íbúðarhúsunum, nema því aðeins, að fólk flytji úr þeim á meðan,
sem er yfirleitt ekki framkvæmanlegt. Meindýraeyðir og héraðslæknir
stungu upp á að gera sérstaka stöð til þess að annast eyðingu inein-
dýra úr húsgögnum, gólfábreiðum og öðru þess háttar. En bæjar-
stjórn sinnti ekki málinu. 12. október var byrjað að eyða vegg'jalús
úr 43 herbergja húsi. Árangurinn varð ágætur, og bar ekkert á veggja-
lús í húsinu eftir það. Enn fremur var veggjalús eytt á 18 stöðum
öðrum, samtals í 34 herbergjuin. Árangur varð mjög góður, og hefur
livergi verið kvartað um veggjalús, þar sem eyðing hafði farið fram.
Flateyrar. I sumar og haust kom upp veggjalúsafaraldur i hreysum
fólks á Mölunum í Súgandafirði á nýjan leik, en hafði legið niðri
að mestu, frá því að Óskari Einarssyni tókst að koma af stað Rauða-
krossherferð á móti þeim fyrir nokkrum árurn. Nú leg'gjast lýsnar
á almenning þarna á eyrinni, en almenningurinn á mig og oddvita
hreppsins og heimtar, að hið opinbera, sem allt á að gera, þrífi sig.
En DDT er komið, og vopnaðir því munum við oddviti herja á allar
lúsategundir Súgfirðinga á kostnað sveitarsjóðs, hins opinbera, en út-
svörin verða jafnpersónuleg eftir sem áður.
Bolungarvíkiir. Rottur eru allvíða, einkum í útihúsum.
ísafi. Veggjalýs eru í nokkrum húsum, og' eru þau flest svo gisin,
að blásýrueitrun telst ekki geta komið að fulluni notum, og hefur því
verið notazt við annað skordýraeitur, nú síðast DDT, með sæmileg-
um árangri. Húsaskít hef ég ekki orðið var við. Á rottunni hefur ekki
borið mjög mikið síðast liðin ár, en nú fer sú plág'a heldur í vöxt.
Sauðárlcróks. Húsaskíta hefur orðið vart í einu húsi á Sauðárkróki
og ekki tekizt að útrýma þeim að fullu. Rottur eru inikið á ferðinni
á Sauðárkróki, og gengur illa að halda þeiin í skefjum, en nú er fyrir-
huguð meira háttar herferð á hendur þeim.
Ólafsfj. Afarmikið af rottum, en engin eitrun fór fram á árinu.
Mikill fiskúrgangur er við höfnina og á túnum, svo að nóg æti er fyrir
hendi. Af því leiðir einnig, að oft er afarmikið af flugum.
Akureijrar. Veggjalýs eru hér engar, en eitthvað mun hafa orðið
vart við húsasldti. Mýs sjást hér mjög' sjaldan, en mikill sægur er hér
alltaf af rottum, og gengur erfiðlega að útrýma þeim.
Grenivíkur. Veggjalýs og húsaskítir þekkjast hér ekki. Töluvert af
rottum, mest þó við sjávarsíðuna.
Húsavikur. Engra meindýra vart í héraðinu í húsum manna, en
eitthvað farið að bera á meindýrum í gróðri.
Seyðisfj. Hér aðeins um rottur að ræða, og er eitrað fyrir þær tvisvar
á ári. Heldur það þeim eitthvað niðri.
Djúpavogs. Rottur ganga hér ljósum logum. Er töluvert gert að því
að eitra fyrir þær, en þær virðast mönnunum slyngari og láta ekki
blekkjast.
Vestmannaegja. Rottur gera hér mestan skaða, enda hefur lítið
verið gert til þess að útrýma þeim.