Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 89
87
Sjúkrahús Akureyrar.
15. 23 ára g'. skrifstofumanni á Akureyri. 1 fæðing og 2 fóstureyð-
ingar áður. Komin 6 vikur á leið. 1 barn (á 1. ári) í umsjá kon-
unnar. íbúð: 2 herbergi og eldhús, sæmileg. Fjárhagsástæður:
Ca. 10 þúsund kr. tekjur síðast liðið ár.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Eiginmaður einnig berklaveikur.
16. 33 ára óg'. verkakona á Akureyri. 1 fóstureyðing áður. Komin 7
vikur á leið. íbúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður: Ca. 1000 kr.
tekjur þetta ár.
Sjúkdómur: Neurasthenia m. gr. Seq. polyomyelitidis.
Félagslegar ástæður: Einstæðingsskapur og fátækt.
17. 31 árs g. verkamanni á Siglufirði. 4 fæðingar á 13 árum. Komin
5 vikur á leið. 3 börn (13, 11 og 2 ára) í umsjá konunnar. íbúð:
3 herbergi og eldhús (þægindalaus leiguíbúð í timburhúsi).
Fjárhagsástæður: Ca. 20 þúsund króna tekjur síðast liðið ár.
Sjúkdómur: Neurasthenia m. gr.
Félagslegar ástæður: Skortur húshjálpar.
Vönun fór jafnframt fram á 7 konum (depressio mentis 3,
neurosismus, exhaustio 1, epilepsia 1, diabetes mellitus 1 og vari-
cosis 1).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Af barnsburði og afleiðingum barnsburðar dóu 4 af þeim
konum, sem fæddu í héraðinu á árinu, 2 þeirra í fæðingardeild Lands-
spítalans. 3. konan, sem dó, var 19 ára frumbyrja, er fæddi heima.
Fæðing eðlileg. Nokkrum dögum síðar veiktist hún af barnsfararsótt,
var flutt í Landsspítalann og andaðist þar, 12 dögum eftir að hún
t’æddi, þrátt fyrir súlfa- og pensilínmeðferð. Fæddi laust fyrir jólin
1945, en dó í byrjun janúar 1946. 4. konan, sem dó á árinu, dó líka
úr barnsfararsótt. Hún er ekki talin fram í neinni af fæðingarbókum
starfandi ljósmæðra, en kemur fram á skýrslu St. Jósefsspítala. Það
var 17 ára gömul frumbyrja. Auk þessara tveggja kvenna, sem dóu
úr barnsfararsótt, koma fram á sjúkrahússkýrslum 2 aðrar konur
með þá veiki. Þær lifðu báðar. Önnur þeirra, 26 ára, veiktist eftir
fósturlát. Hún var flutt til bæjarins austan úr Hveragcrði í Ölfusi.
18 börn eru talin dáin rétt eftir fæðingu. 5 börn eru talin vansköpuð.
Af þeim voru 2 með hydrocephalus og fæddust bæði andvana. Á
hið 3. vantaði vinstri hönd og framhandlegg. 4. hafði pes equinovarus
duplex. 5. vantaði endaþarm og hafði fistula recto-vaginalis. Það
lifði aðeins vikutíma.
Kleppjárnsreykja. Vitjað aðeins 4 sinnum. Eitt skiptið vegna
i'etentio placentae (Credé i svæfingu), hin skiptin vegna sóttleysis
eða þrengsla (1 tangarfæðing, primipara). 1 fósturlát þurfti aðgerðar
við vegna langvarandi blæðingar. Öllum heilsaðist vel. Engin tilmæli
um abortus provocatus.
Borgarnes. Var viðstaddur 10 l'æðingar. Þær, sem nokkuð sérstakt
er um að segja, eru þessar: Frumbyrja, 26 ára, mjög rigid. Tók barnið