Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 126
124
höndum. Heilsuverndarstöð hefur bærinn rekið hér síðan 1939 með
styrk frá ríki og sjúkrasamlagi kaupstaðarins, en aðallega eru það
berklavarnir, sem um hefur verið að ræða. Sjúkrasamlag kaup-
staðarins starfar eins og áður, og vegnar því vel. í Seyðisfjarðar-
hreppi tók sjúkrasamlag til starfa 1. júlí síðast liðinn.
Nes. Sjúkrasamlög 3 í héraðinu. 1) S. Neskaupstaðar. Tók til starfa
1. júlí 1936 (iðgjöld frá 1. janúar s. á.). 2) S. Norðfjarðarhrepps.
Hóf starfsemi sína 1. apríl 1945. 3) S. Mjóafjarðarhrepps. Starfsemi
frá 1. júlí 1945. Samlag Neskaupstaðar er elzt og voldugast, og' hefur
fjárhagur þess verið sæmilegur. Á kreppuárunum gekk bæjarfélaginu
illa að standa í skilum með tillag sitt, en um tíma lagaðist þetta, og
bærinn borgaði eitthvað af skuld sinni við samlagið. Nú er, vonum
l'yrr, að síga á ógæfuhlið á ný. Hin samlögin eru bæði fámenn og ung.
Iðgjöldin eru ]ág og hætt við, að illa gangi að safna sjóðum, nema
lukkan sé með. Hafa þau líka við takmarkaðan skilning margra að
stríða.
Búða. Sjúkrasamlög eru starfandi í 2 hreppum héraðsins: Búða- og
Stöðvarhreppum. Ekkert hjúkrunarfélag og engin hjúkrunarkona í
liéraðinu.
Djúpavogs. Sjúkrasamlag Breiðdalshrepps stofnað á árinu. Tók
til starfa 1. júlí. Iðgjöld 36 kr. á ári.
Hafnar. Á ársbyrjun hóf sjúkrasamlag Mýrahrepps starfsemi sína.
Breiðabólsstaðar. 2 sjúkrasamlög hafa nú starfað í eitt ár, sitt í
livorum hreppi. Einnig hafa verið stofnuð 2 önnur sjúkrasamlög, í
Leiðvalla- og Skaptártunguhreppi. Sjúkrasamlag Skaptártunguhrepps
tók til starfa 1. janúar 1946, en sjúkrasamlag Leiðvallahrepps 1. marz
1946. Eru þá sjúkrasamlög í öllum hreppum héraðsins nema í Álfta-
vershreppi. Ég álít, að það væri að ýmsu leyti til hagræðis, að í
héraðinu væri eitt sjúkrasamlag í stað margra, eins í hverjum
hreppi, og ætti að steypa þessum 4 saman í eitt.
Vestmannaeyja. Eng'in starfandi hjúkrunarkona á vegum bæjarins
lil að hjúkra rúmliggjandi fólki úti um bæinn. Það fer í vöxt, að kon-
ur ali börn sín í sjúkrahúsinu, enda oft enga húshjálp að fá, þegar
konur liggja á sæng, og því ekki um annað að ræða. Iðgjöld sjúkra-
samlagsins 9,50—10 kr. á mánuði.
Eyrarbakka. Kvarzlampaljósböð veitt allmörgum sjúklingum. Ið-
gjöld sjúkrasamlagsins 15 kr. á ársfjórðungi.
Selfoss. Hagur sjúkrasamlaganna hefur blómgazt vel á árinu.
Skuldlausar eignir þeirra hafa tvöfaldazt og nokkru betur þó, og eiga
þau nú samtals all-álitlegan sjóð.
Keflavíkur. Sjúkrasamlag Keflavíkurhrepps geng'ur vel. Stofnuð
hafa verið sjúkrasamlög í Miðneshreppi og Gerðahreppi, og' eru
væntanleg í Grindavikur- og Njarðvíkurhreppum.