Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 35
33
Laugarás og Keflavíkur), en náði sér hvergi verulega niðri, enda
skammt liðið frá síðasta allsherjarfaraldri. Af umsögnum læknanna
hér á eftir er enn sem fyrr bert, hversu hæpið er að treysta dómum
um árangur kikhóstabólusetningar, sem miða eingöngu við mismun-
andi þyngd einstakra faraldra.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kikhósti barst til bæjarins frá Danmörku eða Skandinavíu
um líkt leyti og mislingarnir í júlímánuði. Tókst með einangrun að
stöðva hann. Um sömu mundir og kikhóstinn barst hingað, mun
hann hafa flutzt til Breiðafjarðar með fólki, sem kom heim frá Norð-
urlöndum. Um haustið í októbermánuði barst hann svo þaðan til
bæjarins og' náði nokkurri útbreiðslu í lok ársins. 2 börn talin dáin.
Nokkuð gert að bólusetningu, en árangur mjög vafasamur.
Búðardals. Gekk í nóvember, aðallega í Saurbæjar- og Klofnings-
hreppum. Veikin var fremur væg.
Reijkhóla. 2 tilfelli af kikhósta skráð í október, svo væg, að grein-
ing var ekki viss, en líkur miklar. Gekk þá m. a. í Búðardalshéraði.
Ung stúlka þaðan, sem hafði vægan kikhósta, g’isti á bænum, og eftir
hæfilegan tíma fengu 2 börn á bænum samtímis lcvef og hósta.
Sauðárkróks. Barst hingað í júlílok með barni frá Sauðárkróki,
er dvaldist um tíma í Reykjavík. Þar sem kikhósti hafði svo tiltölu-
lega nýlega gengið, breiddist hann afar hægt út i fyrstu og hafði ekki
náð hámarki fyrr en í desember. Veikin var afar væg, sá vægasti kik-
hósti, sem ég hef nokkurn tíma séð. Þó voru í sveitinni einstaka þung
tilfelli. Voru það unglingar og fullorðið fólk, sem sennilega hefur
elcki getað farið nógu vel með sig'. Enginn dó úr veikinni. Undir eins
og vitað var um kikhósta i héraðinu, var reynt að fá bóluefni til varn-
ar honum, en það tókst ekki fyrr en í desember. Voru þá bólusett
um 65 börn á Sauðárkróki og í sveitinni. Virtist veikin þá deyja rit í
bili. Notað var bólefni frá Serumstofnuninni í Kaupmannahöfn.
Hofsós. 1 tilfelli í árslok.
Laugarás. Skráð tilfelli eru nemendur,, sem komu í jólafríi úr
Reykjavík.
Keflavíkur. Barst hingað í október og ágerist í nóvember. Um og
eftir áramót fórum við læknarnir um allt héraðið og sprautuðum
allan þorra barna í héraðinu á aldrinum % árs til 10 ára aldurs. Telj-
um við sennilegt, og ég reyndar af fyrri reynslu líka, að það hafi
borið greinilegan árangur, þar sem aðeins fá börn urðu mikið veik,
mörg lítið -og sum ekkert. Er það önnur mynd af kikhóstanum en
áður fyrr, þegar öðru hverju barni lá við köfnun og mörg báru
merki veikinnar, svo sem aflagaðan brjóstkassa o. fl.
17. Svefnsýki (encephalitis lethargica).
Töflur II, III og IV, 17.
Sjúklingafjöldi 1936-—1945:
1936 1937 1938 1939
3 15 2 5
>> 1 » »
1940 1941
3 2
3 4
1942
3
1943
9f
1944
99
1
1945
2
99
Sjúkl.
Dánir
99
5