Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 78
76
Hólmavíkur (171). Algengustu kvillar tannskemmdir, lús og nit,
einnig kok- og' hálseitlastækkanir. Annars þetta: Adenitis non tuber-
culosa 69, hypertrophia tonsillaris 21, defectio visus 11, blepharo-
conjunctivitis 5, vestigia rachitidis 4, anaemia 1, scoliosis á lágu stigi
5, catarrhus resp. ac. 3. Að öðru leyti var útlit barnanna sæmilegt.
Óþrif fara heldur minnkandi.
Hvammstanga (154). Öll sæmilega hraust og engu bönnuð skóla-
vist. Kokeitlaauki 20. Hálseitlaþroti 16. Hryggskekkja 1. Psoriasis 1,
Sjóngallar 5 (nærsýni 4, astigmatismus 1). Tannskemmdir 65.
Blönduós (180). Voru yfirleitt við góða heilsu. Mjög áberandi, hve
tennur barna fara batnandi, jafnvel frá ári til árs, enda hefur matar-
æði batnað; flestum ungbörnum og mörgum eldri börnum er gefið
lýsi. Mörgum er og gefin C-vítamínsaft, og neyzla alhveitibrauðs hef-
ur farið vaxandi. Þetta er í fyrsta sinn, sem meira en helmingur barn-
anna hafa verið tannskemmdalaus, síðan ég fór að skoða hér. Lús
hefur og minnkað til stórra muna, þótt enn finnist nit í tæpum 20%
barna. I allmörgum þeirra er það aðeins vottur og þá oftast dauð nit,
sem ekki hefur tekizt að ná úr þeirn fyrir skoðunardag, en þau orðið
fyrir því að smitast, og getur það komið fyrir á beztu þrifnaðarheim-
ilum. Ég hef nú allra síðustu árin sent aflúsunarlyf á heimili þeirra
barna, sem nit hefur fundizt hjá. Af öðrum kvillum eru sjóngallarnir
langtíðastir, hjá urn 19%, gömul beinkramareinkenni, venjulegast á
rifjum, hjá 5%, kokeitlaauki hjá rúmum 2%, og auk þess 1 krakki
með hvern þessara kvilla: botnlangabólgu, fitusýki, heyrnardeyfu,
krangahátt og hvarmabólgu. Berklaveiki varð alls ekki vart við skoð-
unina og kom ekki heldur í ljós síðar í neinu barnanna, enda mun
ekkert barn vera á heimilum neinna þeirra fáu sjúklinga, sem taldir
eru á berklaskrá. Námsmeyjar kvennaskólans voru skoðaðar, eins og
venja er til. Af 36 stúlkum voru aðeins 4 með heilar tennur, hinar
með skörð, skemmdar geiflur eða gervitennur. 5 voru með sjóngalla,
3 með gömul beinkramarmerki, 2 með flatbrjóst, 1 með eyrnahólgu og
1 með lús. Maður lcann ekki við að leita fullorðnum stúlkum lúsa,
enda hef ég aldrei áður rekizt á slíkan fénað á námsmeyjunum. Að
sjálfsögðu var forstöðukonu skólans gert aðvart uin þetta og stúlkan
læknuð í kyrrþey. Hún var utan héraðs, svo að sýnilega eru fleiri
hundar svartir en hundurinn prestsins. Ekki bar á berklum við skoð-
unina né á skólatímanum.
Sauðárkróks (282). Eitlaþrota lítils háttar höfðu 210, kirtilauka i
koki, oftast á lágu stigi, 77, sjóngalla (venjulega létt myopia) 52,
blepharitis 14, heyrnardeyfu 4, urticaria 2, strabismus 2, keratocon-
junctivitis 1, otitis 1, lupus erythematodes? 1, pityriasis 1, hernia 1,
málhelti 1, scoliosis 1, kyphosis 1, parulis 1.
Hofsós (148). Tíðustu kvillar skólabarna eru tannskemmdir, eitla-
þroti og óþrif (lús og nit).
Ólafsfj. (142). Litils háttar eitlaþrota höfðu 39, hypertrophia ton-
sillaris 20, vegetationes adenoideae 5, sc.oliosis 5, vestiga rachitidis
15, genu valgum 1, albinotismus 2, anomalia visus 5, obesitas 1 og'
impressio eftir fract. cranii complicata 1.
Dalvíkur (218). Heilsufarið gott meðal skólabarnanna. 2 drengir,